Töluverð uppstokkun er á döfinni hjá stærstu útgerðarfélögum landsins, gangi eftir hugmyndir og tillögur sem koma fram í niðurstöðum vinnuhópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fella burt skilgreiningu á tengdum aðilum sem gilda sérstaklega fyrir sjávarútveg einan. Þrír hópar fyrirtækja, eða grúppur, sem samanlagt halda á 45,6 prósent allra úthlutaðra afhlaheimilda, hafa innbyrðis eignatengsl sem ekki stæðust kröfur.
Frá því fyrir aldamót hafa verið í gildi lög sem koma áttu í veg fyrir að kvóti safnaðist á of fáar hendur. Þessi breyting var ekki gerð að ástæðulausu. Vaxandi áhyggjur voru þá af því að fáir sterkir aðilar kæmust yfir stærsta hluta kvótans.
Þetta yrði til þess „að viðkomandi fái mikil völd í þjóðfélaginu og staða þeirra sem ráða útgerðarfyrirtækjunum geti orðið of sterk gagnvart stjórnvöldum, lánastofnunum og starfsfólki. Þeir sem væru fyrir í greininni gætu í raun ráðið hverjir kæmu nýir inn og gætu þannig komið í veg fyrir eðlilega …
Athugasemdir (1)