Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kosningarnar sem hanga í loftinu en margir flokkarnir vilja ekki strax

Rík­is­stjórn­in log­ar í deil­um, stuðn­ing­ur við hana hef­ur aldrei mælst minni og flokk­arn­ir sem hana mynda standa all­ir frammi fyr­ir af­hroði ef kos­ið yrði í dag. Þá eru kyn­slóða­skipti yf­ir­vof­andi í for­ystu sumra þeirra og framund­an eru erf­ið við­fangs­efni sem gætu auð­veld­lega auk­ið óvin­sæld­irn­ar enn frek­ar. Það er erfitt að sjá hvaða hag flokk­arn­ir ættu að hafa af því að sprengja rík­is­stjórn­ina við þess­ar að­stæð­ur.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír: Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hefja þingveturinn í verri stöðu en þeir hafa nokkru sinni verið síðan að ríkisstjórn þeirra, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, var fyrst mynduð árið 2017. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist minni en áður á líftíma hennar og í sumum nýlegum könnunum mælist sameiginlegt fylgi flokkanna þriggja um þriðjungur. Samkvæmt þeim könnunum hafa þeir tapað fimmtungi fylgis síns á tæpum tveimur árum. 

Flokkarnir hafa allir tapað miklu fylgi og eru allir að mælast á stað sem þeir vilja ekki vera þegar kosið er. Ríkisstjórnin logar líka í illdeilum og skærum vegna mála sem engin eining ríkir um milli flokkanna. Einn vill banna hvalveiðar, annar setja á hvalrekaskatt og þriðji byggja lokað búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk. Þegar þingi var slitið í vor gerðist það skyndilega og hratt, sem var óvænt. Viðmælendur Heimildarinnar segja að það hafi fyrst og síðast verið vegna þess að stjórnarflokkana skorti þrek …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Ef boðað yrði til kosninga fyrr en ætlað er gæti flokkurinn staðið frammi fyrir því að þurfa að hraða þeirri vinnu, og þar með skort umboð fyrir ýmsar þeirra breytinga sem Kristrún og fólkið í kringum hana vilja koma í kring. "

    Ég hef staðið í þeirri trú að Kristrún hafi talað um að fara til grunngilda ?
    Hvaða umboð þarf til að fara þangað aftur ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár