Ríkisstjórnarflokkarnir þrír: Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hefja þingveturinn í verri stöðu en þeir hafa nokkru sinni verið síðan að ríkisstjórn þeirra, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, var fyrst mynduð árið 2017. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist minni en áður á líftíma hennar og í sumum nýlegum könnunum mælist sameiginlegt fylgi flokkanna þriggja um þriðjungur. Samkvæmt þeim könnunum hafa þeir tapað fimmtungi fylgis síns á tæpum tveimur árum.
Flokkarnir hafa allir tapað miklu fylgi og eru allir að mælast á stað sem þeir vilja ekki vera þegar kosið er. Ríkisstjórnin logar líka í illdeilum og skærum vegna mála sem engin eining ríkir um milli flokkanna. Einn vill banna hvalveiðar, annar setja á hvalrekaskatt og þriðji byggja lokað búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk. Þegar þingi var slitið í vor gerðist það skyndilega og hratt, sem var óvænt. Viðmælendur Heimildarinnar segja að það hafi fyrst og síðast verið vegna þess að stjórnarflokkana skorti þrek …
Ég hef staðið í þeirri trú að Kristrún hafi talað um að fara til grunngilda ?
Hvaða umboð þarf til að fara þangað aftur ?