„Mér líður eins og bærinn sé að gæta hagsmuna fjárfesta, en ekki okkar íbúa,“ segir Eggert Matthíasson, íbúi við Þinghólsbraut á Kársnesi.
Síðdegis í nóvember 2020 settist hann við tölvuna sína til að taka þátt í fjarfundi á vegum Kópavogsbæjar um skipulagsmál á svokölluðum reit 13, sem er staðsettur örfáum metrum fyrir neðan heimili hans. Árið 2016 hafði hann séð Kópavogsbæ stæra sig af framtíðarsýn fyrir Kársnesið, Spot on Kársnes, sem virtist sýna afar lágreista byggð á svæðinu, en það var verðlaunatillaga í samkeppni um framtíðarsýn fyrir Kársnesið. Eggert var því óviðbúinn þeirri tillögu sem hann segir að hafi verið skellt framan í íbúa á fundinum.
„Við fengum bara boð á fund þar sem átti að kynna þennan reit. Þessi fundur varð að vera á netinu út af Covid,“ segir Eggert, „og svo mæta allir hérna í kring á fundinn, hver heima hjá sér, og við komumst svo að …
Athugasemdir (1)