Milljónirnar 46 sem Haraldur Ingi Þorleifsson fékk í laun mánaðarlega, og gerðu hann að launahæsta manni landsins í fyrra, komu frá Twitter og voru vegna kaupa samfélagsmiðlarisans á hönnunarfyrirtækinu Ueno sem Haraldur stofnaði árið 2014.
Twitter, sem núna heitir reyndar X og er undir stjórn ríkasta manns heims – Elons Musks, keypti fyrirtæki Haraldar árið 2021. Haraldur samdi um það við samfélagsmiðlarisann að greiðslur fyrir kaupin færu fram sem launagreiðslur og að skattar af þeim yrðu greiddir á Íslandi.
Þessi ákvörðun Haraldar gerir það að verkum að Haraldur greiðir hærri skatta af sölunni en hann hefði gert ef ágóðinn af henni hefði verið skattlagður sem fjármagnstekjur, eins og vant er. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent en þar sem Haraldur fékk tekjurnar sem laun greiddi hann um 45 prósent skatt af þeim á síðasta ári, …
Athugasemdir