Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn

Prent­smiðja Morg­un­blaðs­sam­stæð­unn­ar hef­ur keypt prentvél Frétta­blaðs­ins, sem boð­in var upp af þrota­búi Torgs. Guð­brand­ur Magnús­son fram­kvæmda­stjóri Land­sprents seg­ir að fé­lag­ið hafi að­al­lega ásælst papp­ír, prentliti og tækja­bún­að á borð við bindi­vél­ar og plast­vél­ar. Prentvél­in sjálf komi lík­lega til með að enda í brota­járni. Ef svo fer verð­ur Land­sprent eina prent­smiðja lands­ins sem get­ur prent­að frétta­blöð.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn
Flutningar Er ljósmyndari á vegum Heimildarinnar kom að Ísafoldarprentsmiðju fyrir hádegið í dag var vinna hafin við að rífa niður prentvélina og aðrar græjur sem áður tilheyrðu útgáfufélagi Fréttablaðsins, en eru nú komnar í eigu Landsprents. Mynd: h4fdís

Landsprent, prentsmiðja Morgunblaðssamstæðunnar, hefur fest kaup á prentvél Fréttablaðsins og tengdar eignir úr þrotabúi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, sem lagði upp laupana fyrr á árinu.

Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabús Torgs staðfestir þetta í samtali við Heimildina, en segist ekki geta gefið upp kaupverðið.

Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents segir aðspurður í samtali við Heimildina að hann reikni ekki með því að prentvélin sjálf verði rekin áfram, væntanlega verði örlög hennar að verða að „einhverju brotajárni“. Prentvélin hefur verið starfrækt í viðbyggingu við Ísafoldarprentsmiðju í Garðabæ.

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég“
Guðbrandur Magnússon
framkvæmdastjóri Landsprents

„Við vorum fyrst og fremst að ásælast þarna vélbúnað og ýmsar rekstrarvörur sem við gerðum tilboð í og því var tekið,“ segir Guðbrandur, sem vill ekki gefa upp hvað Landsprent greiðir þrotabúi Torgs fyrir prentvélina.

Hann segir að þær vörur sem Landsprent ásældist úr Ísafoldarprentsmiðjunni hafi verið pappír, prentlitir, vélbúnaður, pökkunarbúnaður úr pökkunarsal, bindivélar, plastvélar og annar búnaður sem fylgir prentun dagblaða.  „Við vorum fyrst og fremst að gera tilboð í þessar vörur. Það var ekkert annað sem vakti fyrir okkur,“ segir Guðbrandur.

PrentsmiðjaÚr prentsmiðju Fréttablaðsins í dag.

En hvað ætliði að gera, þið fáið væntanlega fullt af vélbúnaði sem varla nýtist nokkuð, er það? 

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég,“ segir framkvæmdastjórinn. Það er því útlit fyrir að Landsprent verði eina prentsmiðjan á landinu sem getur prentað fréttablöð.

Ísafoldarprentsmiðja gerði einnig tilboð í prentvélina, en það var lægra en tilboð Landsprents. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar segist ekki vilja ræða málið við Heimildina og vill heldur ekki gefa upp hversu hátt tilboð Ísafoldarprentsmiðju í prentvélina og tilheyrandi varning var.

DagblaðaprentunÍ dag var hafist handa við að rífa niður prentsmiðjuna og flytja hana og aðrar vélar, þessar stærðar pappírsrúllur sem sjást í bakgrunni myndarinnar hér að ofan og aðrar eignir sem Landsprent hefur keypt úr húsakynnum Ísafoldarprentsmiðju.

Tengdir aðilar hafa hlaðið upp skuldum gagnvart Landsprenti

Móðurfélag Morgunblaðssamsteypunnar heitir Þórsmörk. Útgáfufélagið Árvakur og Landsprent eru bæði dótturfélög Þórsmerkur, í kjölfar breytinga sem gerðar voru á samstæðunni í september í fyrra, en áður var Landsprent dótturfélag Árvakurs.

Við þessar breytingar á uppbyggingu samstæðunnar lét Árvakur af hendi eignir sem voru metnar á 997 milljónir króna og skuldir upp á 721 milljón króna. Eignin sem færð var yfir var bókfært virði Landsprents, en skuldin sem færðist yfir á Þórsmörk var að uppistöðu skuld Árvakurs við Landsprent, sem hefur vaxið stöðugt á síðustu árum.

Eftir skipt­ing­una fóru eignir Árvak­urs, sem á Morg­un­blað­ið, mbl.is og K100 og tengda miðla, úr tæp­lega 2,2 millj­örðum króna í 1,2 millj­arða króna og eignir Þórs­merkur hækkuðu að sama skapi um tæpan millj­arð króna. Áhrifin á samstæðu Þórsmerkur voru lítil sem engin, enda verið að færa eignir og skuldir úr einum vasa í annan.

LandsprentPrentsmiðja Landsprents við Hádegismóa er sú langstærsta á landinu.

Árvakur er á meðal stærstu við­skipta­vina Lands­prents sem átti kröfur á tengd félög upp á 730,3 millj­ónir króna í lok árs 2021. Þær kröf­ur, sem voru á Árvak­ur, uxu um 410,2 millj­ónir króna á tveimur árum, frá byrjun árs 2020 og út árið 2021. Með því spar­aði Árvakur sér greiðslur tíma­bund­ið, en stórjók skuldir sínar við félag í sinni eig­u.

Með því að færa stærstan hluta af skuldum Árvakurs við Landsprent upp í móðurfélagið lækkuðu skuldir sjálfs útgáfufélagsins útgáfufélagsins við prentsmiðjuna niður í 89 milljónir króna.


Fyrirvari um hagsmuni: Heimildin er gefin út í prentútgáfu sem prentuð er í Landsprenti.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Domino's-þjóðin Íslendingar
5
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár