Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn

Prent­smiðja Morg­un­blaðs­sam­stæð­unn­ar hef­ur keypt prentvél Frétta­blaðs­ins, sem boð­in var upp af þrota­búi Torgs. Guð­brand­ur Magnús­son fram­kvæmda­stjóri Land­sprents seg­ir að fé­lag­ið hafi að­al­lega ásælst papp­ír, prentliti og tækja­bún­að á borð við bindi­vél­ar og plast­vél­ar. Prentvél­in sjálf komi lík­lega til með að enda í brota­járni. Ef svo fer verð­ur Land­sprent eina prent­smiðja lands­ins sem get­ur prent­að frétta­blöð.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn
Flutningar Er ljósmyndari á vegum Heimildarinnar kom að Ísafoldarprentsmiðju fyrir hádegið í dag var vinna hafin við að rífa niður prentvélina og aðrar græjur sem áður tilheyrðu útgáfufélagi Fréttablaðsins, en eru nú komnar í eigu Landsprents. Mynd: h4fdís

Landsprent, prentsmiðja Morgunblaðssamstæðunnar, hefur fest kaup á prentvél Fréttablaðsins og tengdar eignir úr þrotabúi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, sem lagði upp laupana fyrr á árinu.

Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabús Torgs staðfestir þetta í samtali við Heimildina, en segist ekki geta gefið upp kaupverðið.

Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents segir aðspurður í samtali við Heimildina að hann reikni ekki með því að prentvélin sjálf verði rekin áfram, væntanlega verði örlög hennar að verða að „einhverju brotajárni“. Prentvélin hefur verið starfrækt í viðbyggingu við Ísafoldarprentsmiðju í Garðabæ.

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég“
Guðbrandur Magnússon
framkvæmdastjóri Landsprents

„Við vorum fyrst og fremst að ásælast þarna vélbúnað og ýmsar rekstrarvörur sem við gerðum tilboð í og því var tekið,“ segir Guðbrandur, sem vill ekki gefa upp hvað Landsprent greiðir þrotabúi Torgs fyrir prentvélina.

Hann segir að þær vörur sem Landsprent ásældist úr Ísafoldarprentsmiðjunni hafi verið pappír, prentlitir, vélbúnaður, pökkunarbúnaður úr pökkunarsal, bindivélar, plastvélar og annar búnaður sem fylgir prentun dagblaða.  „Við vorum fyrst og fremst að gera tilboð í þessar vörur. Það var ekkert annað sem vakti fyrir okkur,“ segir Guðbrandur.

PrentsmiðjaÚr prentsmiðju Fréttablaðsins í dag.

En hvað ætliði að gera, þið fáið væntanlega fullt af vélbúnaði sem varla nýtist nokkuð, er það? 

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég,“ segir framkvæmdastjórinn. Það er því útlit fyrir að Landsprent verði eina prentsmiðjan á landinu sem getur prentað fréttablöð.

Ísafoldarprentsmiðja gerði einnig tilboð í prentvélina, en það var lægra en tilboð Landsprents. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar segist ekki vilja ræða málið við Heimildina og vill heldur ekki gefa upp hversu hátt tilboð Ísafoldarprentsmiðju í prentvélina og tilheyrandi varning var.

DagblaðaprentunÍ dag var hafist handa við að rífa niður prentsmiðjuna og flytja hana og aðrar vélar, þessar stærðar pappírsrúllur sem sjást í bakgrunni myndarinnar hér að ofan og aðrar eignir sem Landsprent hefur keypt úr húsakynnum Ísafoldarprentsmiðju.

Tengdir aðilar hafa hlaðið upp skuldum gagnvart Landsprenti

Móðurfélag Morgunblaðssamsteypunnar heitir Þórsmörk. Útgáfufélagið Árvakur og Landsprent eru bæði dótturfélög Þórsmerkur, í kjölfar breytinga sem gerðar voru á samstæðunni í september í fyrra, en áður var Landsprent dótturfélag Árvakurs.

Við þessar breytingar á uppbyggingu samstæðunnar lét Árvakur af hendi eignir sem voru metnar á 997 milljónir króna og skuldir upp á 721 milljón króna. Eignin sem færð var yfir var bókfært virði Landsprents, en skuldin sem færðist yfir á Þórsmörk var að uppistöðu skuld Árvakurs við Landsprent, sem hefur vaxið stöðugt á síðustu árum.

Eftir skipt­ing­una fóru eignir Árvak­urs, sem á Morg­un­blað­ið, mbl.is og K100 og tengda miðla, úr tæp­lega 2,2 millj­örðum króna í 1,2 millj­arða króna og eignir Þórs­merkur hækkuðu að sama skapi um tæpan millj­arð króna. Áhrifin á samstæðu Þórsmerkur voru lítil sem engin, enda verið að færa eignir og skuldir úr einum vasa í annan.

LandsprentPrentsmiðja Landsprents við Hádegismóa er sú langstærsta á landinu.

Árvakur er á meðal stærstu við­skipta­vina Lands­prents sem átti kröfur á tengd félög upp á 730,3 millj­ónir króna í lok árs 2021. Þær kröf­ur, sem voru á Árvak­ur, uxu um 410,2 millj­ónir króna á tveimur árum, frá byrjun árs 2020 og út árið 2021. Með því spar­aði Árvakur sér greiðslur tíma­bund­ið, en stórjók skuldir sínar við félag í sinni eig­u.

Með því að færa stærstan hluta af skuldum Árvakurs við Landsprent upp í móðurfélagið lækkuðu skuldir sjálfs útgáfufélagsins útgáfufélagsins við prentsmiðjuna niður í 89 milljónir króna.


Fyrirvari um hagsmuni: Heimildin er gefin út í prentútgáfu sem prentuð er í Landsprenti.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár