Jónas Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins JT Verks, er í 223. sæti á hátekjulista Heimildarinnar, en hann hafði rúmlega 129,5 milljónir króna í árstekjur í fyrra. Þar af voru fjármagnstekjur tæpar 109 milljónir.
Jónas er stofnandi og stærsti eigandi framkvæmdafyrirtækisins JT Verks, en segir að fjármagnstekjur hans á síðasta ári komi ekki þaðan. Þær hafi ekkert með fyrirtækið að gera. „Þetta voru bara hlutabréf sem ég átti síðan í gamla daga,“ segir Jónas við Heimildina og segir frá því að honum hafi áskotnast lítill hlutur í nýsköpunarfélaginu Controlant fyrir einhverjum þrettán, fjórtán árum, er hann starfaði fyrir fyrirtækið.
Í samtali við blaðamann segir Jónas að besti félagi hans hafi verið annar stofnenda Controlant á sínum tíma. Það hafi orðið til þess að hann starfaði fyrir félagið um skeið og fékk þá hlutabréfin, sem voru „einskis virði í ansi langan tíma“, sem hluta af sínum starfskjörum.
„Ég er svo mikill „nobody“,“
Athugasemdir