Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ritstjórar Morgunblaðsins þénuðu samanlagt 114 milljónir króna í fyrra

Inn­an ís­lenska fjöl­miðla­heims­ins gef­ur best í aðra hönd að rit­stýra Morg­un­blað­inu. Karl­ar raða sér í tíu efstu sæt­in á launa­list­an­um og tölu­verð­ar breyt­ing­ar urðu á hög­um ým­issa fjöl­miðla­manna á milli ár­anna 2021 og 2022.

Ritstjórar Morgunblaðsins þénuðu samanlagt 114 milljónir króna í fyrra

Davíð Oddsson, annar ritstjóra Morgunblaðsins, er að venju langlaunahæsti fjölmiðlamaður landsins með tæplega 5,9 milljónir króna á mánuði þegar horft er til fjölmiðla sem eru með fleiri en einn starfsmann. Davíð hefur setið í því sæti sleitulaust frá því að hann hóf störf í fjölmiðlum árið 2009, en Davíð varð 75 ára í janúar á þessu ári. 

Laun Davíðs eru þó ekki einungis þau sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, greiða honum. Hann þiggur líka eftirlaun sem forsætisráðherra og þingmaður og eftirlaun vegna starfa sem seðlabankastjóri. Eft­ir­laun Dav­íðs fyrir þing­manna- og ráð­herra­störf eru 80 pró­sent af launum for­sæt­is­ráð­herra, sem voru 2.470 þús­und krónur á mán­uði í grunn­laun í fyrra. Miðað við þau laun for­sæt­is­ráð­herra fékk Davíð næstum tvær milljónir króna í eftirlaun á mánuði vegna starfa sinna sem forsætisráðherra. Hann hefur getað þegið þau eftirlaun síðan 2005 en þau greiðast úr …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ríkisstyrkti ritstjórinn á moggasneplinum ber mest úr býtum, hann heitir Davíð Oddsson og starfar af miklum heilindum fyrir 10-fjölskyldur í landinu (ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina) allur almenningur greiðir samt mest af launum hans, þetta er áhugavert vegna þess að fáir eða engir hafa talað meira og betur fyrir nýfrjálshyggju-óþverranum sem hann (Davíð) innleiddi í samfélagið fyrir 30árum síðan sem forsætisráðherra og hefur haft skelfileg áhrif á líf afgerandi meirihluta almennings = afnám regluverks um eftirlit á fjármálafyrirtækjum, sem leiddi yfir þjóðina HRUN-þjófnaðinn (2008) Davíð henti út um gluggann á svörtuloftum 84-milljörðum í gjaldþrota Kaupþing-banka, sem enduðu á bankareikningum helstu fjármála-SÓÐA Íslandssögunnar. bjargaði olíufyrirtæki Engeyinga með almannafé, það er sjálfsagt og eðlilegt að rifja þetta upp, þegar helstu afætur samfélagsins birtast almenningi þessi dægrin t.d. Vísis-fjölskyldan í Grindavík sem fær 4.8-milljarða í skattafslátt frá almenningi, af því að nýfrjálshyggju-fólkinu þykir eðlilegt og sjálfsagt að skatta fjármagn með allt annarri skattprósentu en hefðbundnar launatekjur, því má bæta við að heildar veiðigjöld fyrir einokunar-aðgang að sjávar-auðlindinni var sambærleg fjárhæð eða 5-milljarðar.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár