Davíð Oddsson, annar ritstjóra Morgunblaðsins, er að venju langlaunahæsti fjölmiðlamaður landsins með tæplega 5,9 milljónir króna á mánuði þegar horft er til fjölmiðla sem eru með fleiri en einn starfsmann. Davíð hefur setið í því sæti sleitulaust frá því að hann hóf störf í fjölmiðlum árið 2009, en Davíð varð 75 ára í janúar á þessu ári.
Laun Davíðs eru þó ekki einungis þau sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, greiða honum. Hann þiggur líka eftirlaun sem forsætisráðherra og þingmaður og eftirlaun vegna starfa sem seðlabankastjóri. Eftirlaun Davíðs fyrir þingmanna- og ráðherrastörf eru 80 prósent af launum forsætisráðherra, sem voru 2.470 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun í fyrra. Miðað við þau laun forsætisráðherra fékk Davíð næstum tvær milljónir króna í eftirlaun á mánuði vegna starfa sinna sem forsætisráðherra. Hann hefur getað þegið þau eftirlaun síðan 2005 en þau greiðast úr …
Athugasemdir (1)