Hjalti Baldursson, stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bókunar sem var um tíma framkvæmdastjóri Heimkaupa á síðasta ári, var með tæplega 25 milljónir króna í mánaðarlaun að meðaltali á síðasta ári. Fyrir vikið voru heildarlaun hans rúmlega 298 milljónir króna á árinu 2022. Það gerir hann að launahæsta forstjóra landsins samkvæmt úttekt Heimildarinnar á álagningarskrám Skattsins. Þær tölur sem eru tilteknar í þessari greiningu eru einungis launatekjur, ekki fjármagnstekjur.
Hjalti hefur verið fastagestur í efstu sætunum yfir tekjuhæstu landsmenn á undanförnum árum. Árið 2021 námu launatekjur hans 21,8 milljón krónum á mánuði að meðaltali og árið 2018, þegar bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor sem rekur stærsta ferðavef heims, keypti Bókun á 2,7 milljarða króna skilaði það Hjalta um 700 milljónum króna í fjármagnstekjur. Hjalti var stærsti hluthafinn með 45 prósenta hlut.
Það vekur athygli að af þeim tólf forstjórum sem voru með hæstu launin – yfir átta milljónum króna á mánuði – á síðasta …
Athugasemdir (1)