Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Haraldur þénaði 46 milljónir á mánuði en launin voru samt helmingi lægri en árið áður

Tveir Ís­lend­ing­ar þén­uðu yf­ir 100 millj­ón­ir króna á mán­uði í laun á ár­inu 2021. Sá sem var með hæstu launa­tekj­ur á land­inu á ár­inu 2021 þén­aði ein­ung­is um fjög­ur pró­sent af þeim í fyrra en var samt með marg­föld reglu­leg ís­lensk heild­ar­laun. Hinn, Har­ald­ur Ingi Þor­leifs­son, var enn með hæstu launa­tekj­ur allra Ís­lend­inga á síð­asta ári, og borg­aði yf­ir 250 millj­ón­ir króna í skatta.

Haraldur þénaði 46 milljónir á mánuði en launin voru samt helmingi lægri en árið áður

Magnús Steinarr Norðdahl var sá Íslendingur sem hafði hæstu launatekjurnar á árinu 2021. Hann fékk tæplega 118 milljónir króna í laun að meðaltali í hverjum mánuði á því ári. Ástæðan var sú að Magnús, sem hafði verið forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail, fékk gerðan upp risastóran kaupréttarsamning þegar fyrirtækið var selt í október 2021 til Aptos, félags í eigu bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs. Kauprétturinn var gerður upp sem launatekjur og af honum því borgaður launaskattur, ekki fjármagnstekjuskattur sem er mun lægri. 

Í samtali við Heimildina í fyrra sagði Magnús að það væri honum mikil ánægja að borga háa skatta. „Ég hef alltaf greitt háa skatta og það hefur verið markmiðið mitt lengi,“ Hann sagði að þrátt fyrir að hafa látið af störfum sem forstjóri LS Retail hefði hann ýmsu að sinna. „Ég sit í ýmsum stjórnum og …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Kauprétturinn var gerður upp sem launatekjur og af honum því borgaður launaskattur, ekki fjármagnstekjuskattur sem er mun lægri"
    - Það gildir önnur regla þegar kvótarétturinn er seldur. Þar er bara greiddur 22% fjármagnsskattur, ekki 46.25% launaskattur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár