Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þögult auðmagn og þögult vald

Rík­asta eina pró­sent heims­ins hef­ur breytt neyslu­mynstri sínu og far­ið frá því að kepp­ast við að sýna hver er rík­ast­ur með lífs­stíl, snekkj­um og merkja­vöru, yf­ir í að fjár­festa í mennt­un, heilsu og lang­lífi. Fé­lags­fræð­ing­ur seg­ir það gert til að að­greina sig, bæði frá al­menn­ingi og öðr­um sem bera það ut­an á sér að eiga pen­inga. Það þyk­ir þeim allra rík­ustu ekki leng­ur smart.

Þögult auðmagn og þögult vald

Að hanna einkennisklæðnað auðkýfinga,“ þannig lýsti hönnuður tískuhússins Brunello Cucinelli, sem vinsælt er á meðal ríkasta eina prósentsins, starfi sínu í viðtali við New York Times. 

Merkið er kennt við hönnuð sem hætti í verkfræðinámi og notaði 550 dollara lán til að koma á markað tískulínu úr hágæðaefnum árið 1978. Fyrir vikið er hann stundum kallaður konungur kasmírsins. Klæðnaðurinn er látlaus og merkjalaus, eitt af því sem einkennir hið þögla auðmagn. 

Hugmyndin um hið þögla auðmagn og þögla vald birtist í hinum sívinsælu sjónvarpsþáttum Succession. Frá því að þeir hófu göngu sína árið 2018 hafa þeir sópað að sér bæði verðlaunum og lofi. Þættirnir fylgja eftir Roy-systkinunum, þeim Kendall, Shiv, Roman og Connor. Systkinin keppast við að ná athygli og samþykki föður síns, Logan Roy fjölmiðlamóguls, í þeirri von að verða einn daginn, þrátt fyrir vanhæfi þeirra, arftakar hans. Það er sú togstreita sem vísað er í titli þáttanna, arftaka, …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár