Íslenska hagkerfið. Hvað er það, hvernig lítur það út og hver eru hreyfiöflin á bak við það? Heimildin reyndi að svara þessari spurningu, nánar tiltekið hvernig hagkerfið myndi líta út ef tekin væri ljósmynd af því í kringum 22. ágúst 2023, rétt fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands.
Almennt er talað um að þrjár meginstoðir séu undirstaða íslenska hagkerfisins, það eru sjávarútvegur, álframleiðsla og ferðaþjónustan. Svo er fjórða stoðin allt hitt, þótt það sé vonandi að breytast hratt og stoðunum fjölgi.
Sérfræðingar, sem og almenningur, voru beðnir um að svara því hvað þeim finnst einkenna hagkerfið núna. Svörin voru alls konar; biðskyldumerki, fólk að reyna að draga úr verðbólgu, græðgi, óstöðugleiki, flugvélar að fljúga burt með Íslendinga, 25 ára fólk á götunni og dýrir matseðlar. Út frá þessum svörum var teiknuð upp mynd af hagkerfinu.
Stefnuleysi hins opinbera
Gylfi Zoëga er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og sérhæfir sig í …
Athugasemdir