Guðrún Eva Jónsdóttir er öryrki og þriggja barna móðir. Hún fór fyrst í brjóstastækkun árið 2006, þá tæplega 24 ára gömul.
„Ég hef alltaf verið með rosalega slæma sjálfsmynd og var alveg flatbrjósta,“ segir Guðrún. „En ég gerði þetta fyrir sjálfa mig.“
Ítrekuð lungnabólga og sveppur í lunga
Þegar hún lagðist undir hnífinn hafði hún ekki hugmynd um að sílikonið gæti valdið veikindum. Hún var heilsuhraust áður en hún fór í aðgerðina, ræktartýpa – eins og hún lýsir því sjálf. Ári eftir aðgerðina fór hún að fá lungnabólgu við og við. Hún tengdi veikindin ekki við púðana.
Árið 2012 fékk hún svo svokallaða eilífðarpúða, einnig úr sílikoni. Eftir aðgerðina fór hún að finna fyrir skrýtnum verkjum í vinstra brjósti, verkjum sem há henni enn í dag. Heilsan fór bara niður á við í framhaldinu. Ofan á ítrekaða lungnabólgu bættist þreyta, slen, orkuleysi og kvalafullur þungi yfir þindinni.
Árið 2020 …
Athugasemdir