„Þetta er ekki eini hundurinn sem við höfum átt,“ segir Katla Sif Ægisdóttir um Border Collie-tíkina Kríu, sem er spennt yfir því að Katla Sif sé komin með gest að morgni dags. „Við áttum tvo aðra hunda. Þeir eru núna bara uppi á himnum. Þeir hétu Simbi og Tesla. Litlu systur minni langaði í Teslu þannig að við fengum okkur bara hvolp.“
Katla Sif geispar eilítið yfir morgunhressingunni, gómsætum snúðum úr bakaríinu, enda vaknaði hún klukkan átta þrátt fyrir að vera í sumarfríi. „Ég ákvað að stilla klukkuna á átta til að gera mig tilbúna,“ segir hún. „Oft gleymi ég mér og er fram á nótt að horfa á þættina mína.“ Þættirnir hennar eru sjúkrahúsdramað Grey´s Anatomy. Og hún er ekkert að horfa í fyrsta skipti. „Ég er búin að horfa á það svona þúsund sinnum. Ég horfi aftur og aftur og aftur,“ segir Katla Sif brosandi um uppáhaldsþættina sína. …
Athugasemdir (3)