Þrátt fyrir að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Læknafélags Reykjavíkur (LR) hafi verið undirritaður í lok síðasta mánaðar, og gert það að verkum að þeir hafa fellt niður flest auka- og komugjöld, þá eru líklega 200 til 300 verk sem áfram verður rukkað fyrir.
Ástæðan er sú að þau eru ekki komin inn í samninginn. Ekki hefur verið gerð sérstök úttekt á fjölda verkanna eða verði en þau geta kostað allt frá nokkrum þúsundum króna og upp í 15 þúsund krónur. Um er að ræða verk, til dæmis sérstakar rannsóknir eða meðferðir, sem læknarnir hafa tekið upp á árunum fimm síðan síðasti samningur rann út.
Til stendur að SÍ muni taka þátt í að greiða fyrir nýju verkin, en það gerist ekki alveg strax. Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður LR, segir að það hafi einfaldlega ekki gefist tími til þess að færa þessi verk inn í verðskrá Sjúkratrygginga Íslands þegar …
Athugasemdir