Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Aukagjöld lækna sem námu stundum rúmum 100 þúsund krónum hverfa

Fólk sem leit­ar til sér­greina­lækna má bú­ast við því að spara allt frá nokkr­um þús­und krón­um og upp í rúm­ar hundrað þús­und krón­ur við hverja heim­sókn vegna nýs samn­ings Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur. En sum gjald­anna eru ekki horf­in á brott.

Aukagjöld lækna sem námu stundum rúmum 100 þúsund krónum hverfa
Undirritun Sigurður H. Helgason, forstjóri SÍ, og WIllum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra við undirritun samningsins í lok júní.

Þrátt fyrir að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Læknafélags Reykjavíkur (LR) hafi verið undirritaður í lok síðasta mánaðar, og gert það að verkum að þeir hafa fellt niður flest auka- og komugjöld, þá eru líklega 200 til 300 verk sem áfram verður rukkað fyrir. 

Ástæðan er sú að þau eru ekki komin inn í samninginn. Ekki hefur verið gerð sérstök úttekt á fjölda verkanna eða verði en þau geta kostað allt frá nokkrum þúsundum króna og upp í 15 þúsund krónur. Um er að ræða verk, til dæmis sérstakar rannsóknir eða meðferðir, sem læknarnir hafa tekið upp á árunum fimm síðan síðasti samningur rann út.

Til stendur að SÍ muni taka þátt í að greiða fyrir nýju verkin, en það gerist ekki alveg strax. Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður LR, segir að það hafi einfaldlega ekki gefist tími til þess að færa þessi verk inn í verðskrá Sjúkratrygginga Íslands þegar …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár