Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjármagnstekjur á hvern íbúa í Garðabæ og á Seltjarnarnesi um 1,8 milljón í fyrra

Mik­ill mun­ur er á fjár­magn­s­tekj­um sem hver íbúi í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi afl­aði í fyrra að með­al­tali og slík­um tekj­um sem aðr­ir íbú­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins öfl­uðu. Fjár­magn­s­tekj­ur voru 17 pró­sent tekna í þess­um tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um en tíu pró­sent allra tekna lands­manna.

Fjármagnstekjur á hvern skattgreiðanda í Garðabæ og á Seltjarnarnesi voru um 140 prósent hærri að meðaltali í fyrra en þær voru í Reykjavík. Þegar skoðaðar eru fjármagnstekjur í stærri sveitarfélögum landsins þá eru þær hvergi hærri en í þessum tveimur sveitarfélögum og miklu hærri en í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. 

Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um tekjur landsmanna.

Meðaltal fjármagnstekna á öllu landinu í fyrra var 821 þúsund krónur. Ef horft er einvörðungu á sveitarfélög sem eru með fjögur þúsund íbúa eða fleiri þá voru þær tekjur hæstar að meðaltali í Garðabæ, 1.812 þúsund krónur, og á Seltjarnarnesi, 1.768 þúsund krónur. Ekkert annað sveitarfélag af slíkri stærðargráðu nær að vera með fjármagnstekjur á hvern íbúa sem eru yfir einni milljón króna. Í höfuðborginni Reykjavík, sem er miðstöð stjórnsýslu og atvinnulífs …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Vá, skammarlegt að búa á Seltjarnarnesi. Ég ætla að flytja í Garðabæinn þar sem eru tvö stæði og leggja í bæði fyrir utan vínbúðanna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár