Það getur skipt sköpum fyrir fólk sem fær heilaslag að komast hratt undir læknis hendur en afleiðingar geta verið lífshættulegar. Því varð dóttur konu á Hólmavík illa við á föstudag þegar móðir hennar fékk heilaslag og Landhelgisgæslan gat ekki ræst út björgunarþyrlu til þess að koma henni fljótt á Landspítala.
Ástæðan var sú að tvær af þremur björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar voru í reglubundnu viðhaldi og sú eina sem eftir stóð bilaði á föstudag. Því þurfti sjúkraflutningafólk á Hólmavík að aka konunni til Akraness þar sem annar sjúkrabíll tók við. Ferðin tók um tvær klukkustundir.
Þetta er ekki einsdæmi, stöku sinnum kemur það fyrir að engar björgunarþyrlur eru til taks hjá Landhelgisgæslunni en Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir þó að það gerist sjaldan.
„Það er kappsmál hjá okkur að hafa alltaf tvær vélar til taks en við vitum að við höfum þær ekki alltaf,“ segir Guðmundur Birkir í samtali við …
Athugasemdir