Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sagan af „far­sæl­asta hluta­fjárút­boði Íslands­sög­unn­ar“

Mað­ur gekk und­ir manns hönd við að mæra út­boð á 22,5 pró­senta hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka fyrstu dag­ana eft­ir það í mars í fyrra. Þeg­ar fór að koma upp úr kaf­inu hvernig að út­boð­inu var stað­ið tók að þykkna upp í mörg­um. Flest­um jafn­vel, nema for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar, sem hélt því hátt á lofti hversu frá­bær­lega hefði til tek­ist. Heim­ild­in rek­ur hér helstu vend­ing­ar í mál­inu síð­ustu 15 mán­uði.

Sagan af „far­sæl­asta hluta­fjárút­boði Íslands­sög­unn­ar“
„Viðskipti ársins“ Fyrri salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hlaut verðlaun sem viðskipti ársins. Sennilega yrðu seint veitt nein verðlaun fyrir seinni söluna.

Íslenska ríkið fékk Íslandsbanka í fangið þegar bjarga þurfti bankarekstri í efnahagshruninu árið 2008. Síðan þá hefur oft og ítrekað verið til umræðu að óeðlilegt sé að ríkið reki banka, hvað þá tvo, eins og tilfellið var. Fyrir vikið tók Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, með stuðningi samráðherra sinna í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ákvörðun um að ríkið skyldi selja bankann. Og það var gert. Og endaði með því sem sumir myndu kalla ósköpum.

Fyrra útboð í bankanum fór fram 7. til 15. apríl 2021, í formi almenns hlutafjárútboðs, þar sem ríkið seldi 35 prósenta hlut sinn í bankanum á 55,3 milljarða króna. Sú sala hlaut verðlaunin Viðskipti ársins á árlegum Viðskiptaverðlaunum Innherja 2021. Verðlaunum sem hafa raunar hvorki verið veitt fyrr né síðar.

Ríkisstjórnin lýsti því yfir í framhaldinu að stefnt væri að því að halda áfram að losa um hlut ríkisins í bankanum. Í febrúar 2022 var birt greinargerð Bjarna Benediktssonar, …

Kjósa
66
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Forsíðumynd þessarar greinar er stórfengleg, og segir svipur fyrirsætanna meira en mörg orð. Ætti að fá tilnefningu til fréttaljósmyndar ársins.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Leyndarhyggjan gagnvar þessum málum öllum er náttúrlega algjörlega í anda stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Ef bjarN1 benediktsson og hyskið í kringum hann fer ekki að hirða pokana sína.
    Þá þarf einfaldlega að fjarlæja þau með valdi og stokka svo ærlega upp í fjölskyldu atvinnuáskriftar í öllum ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum.

    When the power of love overcomes the love of power, this world will see peace.
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mjög gott yfirlit. Mín skoðun er að Benedikt Sveinsson eða fyrirtæki í hans eigu eigi rétt á að sækja um kaup eins og hver annar. En þá hefði syni hans átt að vera ljóst að hann er vanhæfur að fjalla um málið og hefði átt að stíga til hliðar um leið. Í staðinn gasprar hann um málið í sífellu sem rústsar trúverðugleika hans. Ég sé enga sönnun fyrir því að hann hafi ekki haft puttana í málinu.
    1
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Gott yfirlit um málið.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár