Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Lokaðist frammi á gangi“

Mar­grét Lilja Arn­heið­ar­dótt­ir, formað­ur Sjálfs­bjarg­ar, þekk­ir af eig­in reynslu all­ar þær hindr­an­ir sem mæta nem­end­um með fatlan­ir við Há­skóla Ís­lands. Henni var sagt að hún gæti ekki klár­að nám­ið vegna þess að það væri ekki að­gengi fyr­ir fatl­aða að bygg­ing­um og kennslu­stof­um skól­ans.

„Lokaðist frammi á gangi“
Öráreiti Margrét Lilja segir að lítil mannleg mistök, eins og of háir speglar og snagar, sem hjólastólanotendur ná ekki upp í, hrannast upp og valdi öráreiti. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Maður lokaðist frammi á gangi og komst ekki inn og var bara sagt að maður gæti ekki klárað námið því það væri ekki aðgengi,“ segir Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar. Hún bendir á að á Íslandi séu hreyfihamlaðir háskólanemar hlutfallslega mun færri heldur en á hinum Norðurlöndunum, sem hún telur afleiðingu slæms aðgengis að háskólabyggingum á landinu. Þrátt fyrir að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum í aðgengismálum við háskóla á Íslandi virðist það ekki enn hafa haft áhrif á fjölda hreyfihamlaðra sem sækja nám við háskóla á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands voru aðeins sjö nemendur í hjólastól við Háskóla Íslands á síðasta starfsári. Tíu nemendur voru lögblindir, fimm sem tala táknmál og um 170 nemendur með hreyfiskerðingu eða úthaldsleysi, til dæmis vegna langvarandi veikinda, lyfjameðferðar, verkja, gigtar, MS, MND og fleira. Lunginn af hópnum var með lesblindu, ADHD, á einhverfurófi eða …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Aðgengi að háskólanámi

Marga daga að jafna sig eftir mætingu í tíma
ViðtalAðgengi að háskólanámi

Marga daga að jafna sig eft­ir mæt­ingu í tíma

Hilm­ar Smári Fin­sen lenti í al­var­legu bíl­slysi ár­ið 2016 og glím­ir við af­leið­ing­arn­ar. Hann varð að hætta námi í við­skipta­fræði við Há­skóla Ís­lands vegna þess að nám­ið reynd­ist lík­am­lega of erfitt og lít­ill vilji var til að mæta hon­um. Hann skipti yf­ir í fé­lags­fræði og lauk BA-prófi í miðj­um heims­far­aldri, þeg­ar boð­ið var upp á fjar­nám fyr­ir nem­end­ur skól­ans. Nú stund­ar hann meist­ara­nám í náms- og starfs­ráð­gjöf.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár