Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dreymir um að segja ósagðar sögur flóttafólks

Sayed Khanog­hli hef­ur ver­ið á flótta meiri­hluta ævi sinn­ar. Hann yf­ir­gaf Af­gan­ist­an 14 ára og hélt út í óviss­una. Hann kom til Ís­lands fyr­ir fjór­um ár­um og út­skrif­að­ist í vor af kvik­mynda­gerð­ar­braut Borg­ar­holts­skóla, nokk­uð sem hann taldi ómögu­legt fyr­ir nokkr­um ár­um. Draum­ur­inn er að verða leik­stjóri og segja sög­una sem aldrei er sögð „af fólki sem eru flótta­menn, fólki sem er eins og ég, að byrja nýtt líf“.

Dreymir um að segja ósagðar sögur flóttafólks
Stúdent Sayed Khanog­hli er 23 ára nýstúdent sem koms sem flótta­mað­ur frá Af­gan­ist­an fyrir fjórum árum. Að ljúka skólagöngu var fjarlægur draumur en nú dreymir hann um að nýta það sem hann lærði á kvikmyndabraut í Borgarholtsskóla til að segja sögur flóttafólks. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er flóttamaður. Ég hugsaði að ég gæti aldrei farið aftur í skóla af því að ég er flóttamaður. En, vá, þetta er mjög geggjuð tilfinning,“ segir Sayed sem settist niður með blaðamanni Heimildarinnar nokkrum dögum eftir útskrift. Þegar Sayed hóf nám í FÁ fyrir fjórum árum, þá 19 ára gamall, hafði hann litla trú á að hann myndi nokkurn tímann útskrifast. „Þetta er mjög erfitt! Ég talaði enga íslensku og allir kennararnir töluðu íslensku, allir áfangarnir voru á íslensku. Það var smá erfitt, en það tókst, það er geggjað,“ segir Sayed. Á íslensku.   

Hann kom til Íslands í desember 2018 og hóf nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla haustið 2019 og flutti sig síðar í Borgarholtsskóla þaðan sem hann lauk stúdentsprófi af kvikmyndabraut í maí. „Hér er ég í dag, það hefur verið mikill heiður að vinna að þessum áfanga og ég hefði ekki getað gert það án stuðnings og …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár