„Ég er flóttamaður. Ég hugsaði að ég gæti aldrei farið aftur í skóla af því að ég er flóttamaður. En, vá, þetta er mjög geggjuð tilfinning,“ segir Sayed sem settist niður með blaðamanni Heimildarinnar nokkrum dögum eftir útskrift. Þegar Sayed hóf nám í FÁ fyrir fjórum árum, þá 19 ára gamall, hafði hann litla trú á að hann myndi nokkurn tímann útskrifast. „Þetta er mjög erfitt! Ég talaði enga íslensku og allir kennararnir töluðu íslensku, allir áfangarnir voru á íslensku. Það var smá erfitt, en það tókst, það er geggjað,“ segir Sayed. Á íslensku.
Hann kom til Íslands í desember 2018 og hóf nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla haustið 2019 og flutti sig síðar í Borgarholtsskóla þaðan sem hann lauk stúdentsprófi af kvikmyndabraut í maí. „Hér er ég í dag, það hefur verið mikill heiður að vinna að þessum áfanga og ég hefði ekki getað gert það án stuðnings og …
Athugasemdir