Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar, úr Skæru­liða­deild Sam­herja, var sýkn­uð af því að hafa beitt Örnu McClure, einnig úr Skæru­liða­deild Sam­herja, umsát­urs­ástandi. Dóm­ari í mál­inu átaldi lög­reglu fyr­ir rann­sókn­ina og sagði grun­semd­ir um að kon­an hefði byrl­að Páli ólyfjan „get­gát­ur“ hans og Örnu. Dóm­ur­inn var ekki birt­ur fyrr en 23 dög­um eft­ir að hann féll og þá eft­ir fyr­ir­spurn­ir Heim­ild­ar­inn­ar.

Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure
Ekki lögð í umsáturseinelti Vegferð lögreglustjórans á Akueyri fyrir dómstólum, þar sem kona var ákærð fyrir að hafa beitt Örnu McClure umsáturseinelti, reyndist sneypuför.

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í síðasta mánuði fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar, skipstjóra og starfsmanns Samherja, af ákæru þar sem hún var sökuð um að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðing Samherja, umsáturseinelti. Segja má að dómari hafi tætt í sig allan málatilbúnað ákæru lögreglustjórans á Akureyri í málinu. Alls liðu 23 dagar frá því að dómurinn var kveðinn upp og þar til hann var birtur, og þá ekki fyrr en eftir að Heimildin hafði kallað eftir því að fá hann afhentan.

Dómari í málinu, Hlynur Jónsson, átelur í dómnum lögregluna fyrir sleifarlag við rannsókn málsins. Þannig hefði vitnisburður konunnar ekki verið sannreyndur, vitni hefðu hvorki verið boðuð í skýrslutöku né fyrir dóm, og þær ályktanir sem ákæruvaldið dró af hegðun konunnar hafi verið fjarri lagi. Háttsemi konunnar hafi kannski þótt „óvenjuleg eða óþægileg“ en það hafi ekki verið tilgangur löggjafans að gera slíkt refsivert. Þá þurfi ásetningur að standa til að valda brotaþola, í þessu tilviki Örnu, hræðslu eða kvíða en það hafi ekki átt við í málinu. „Þær getgátur brotaþola og eiginmanns ákærðu, að veikindi hans hafi verið að rekja til ákærðu, breyta engu um framangreint.“

Háttsemi sem á „ekkert skylt við umsáturseinelti“

Konunni var gefið að sök að hafa fylgst með, setið um og hafa sett sig í samband við Örnu og aðila henni tengda, endurtekið, og með því valdið Örnu hræðslu eða kvíða. Hún hefði sent Örnu skilaboð þar sem hún hefði þóst vera Páll, komið að heimili Örnu, sett sig í samband við fyrrverandi sambýlismann Örnu í þeim tilgangi að varpa rýrð á hana og hringt í Örnu þar sem hún ásakaði hana um að halda við Pál. Þá var konan ákærð fyrir að hafa dreift útprentunum af fjölmiðlaumfjöllunum um Skæruliðadeild Samherja í póstkassa, meðal annars hjá móður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, í póstkassa ömmu og afa Örnu og í póstkassa Örnu sjálfrar.

Í dómnum kemur fram að konan hafi kannast við að vera með síma Páls undir höndum þegar hann lá veikur á sjúkrahúsi og því sé engum öðrum til að dreifa varðandi samskipti við Örnu í gegnum símann. Konan hafi séð í símanum samskipti milli Örnu og Páls sem vöktu grunsemdir um að þau stæðu í framhjáhaldi. Því hafi tilgangur hennar, að því er segir í dómnum, verið „augljóslega sá að leita staðfestingar á þessum grunsemdum. Á háttsemin ekkert skylt við umsáturseinelti“.

Varðandi lýsingar Örnu á því að ákærða hafi komið að heimili hennar, hringt þar dyrasíma en ekki gert vart við sig og fylgst með heimili Örnu um hríð, segir í dómnum að ekkert hafi fram komið um að ákærða hafi „viðhaft nokkra ógnandi háttsemi í umrætt sinn“. Konan hafði viðurkennt að hafa komið að heimili Örnu í leit að Páli en haldið á brott þegar ekki var svarað. Það að konan hafi hringt dyrasíma og haldið fljótlega á brott eftir það með engu móti fellt undir háttsemi sem hafi verið til þess fallin að valda Örnu hræðslu eða kvíða, segir í dómnum.

Hvað varðar það að konan hafi sett sig í samband við fyrrverandi sambýlismann Örnu, í því skyni að varpa rýrð á hana, segir í dómnum einfaldlega að ekkert í framburði sambýlismannsins fyrrverandi, sem kom fyrir dóminn, styðji þann málatilbúnað.

Ekki ólöglegt að hringja í fólk né væna það um framhjáhald

Þá var konunni gefið að sök að hafa hringt í Örnu og ásakað hana um halda við Pál. Í gögnum málsins kemur fram að Arna hafi tekið upp símtal ákærðu, að henni óafvitandi. Erindi hennar hafi verið að biðja Örnu um að koma skilaboðum á framfæri til Páls um að sinna því að standsetja íbúð dóttur þeirra, og sagði ákærða að Arna væri í meiri samskiptum við Pál en hún sjálf. Arna mun í símtalinu hafa ýjað að því að ákærða bæri ábyrgð á því að Páll hefði verið fluttur veikur á sjúkrahús en á móti ýjaði ákærða að því að meira en vinskapur væri milli Örnu og Páls og hún hefði gögn um það.

Fyrir dómnum skýrði ákærða svo frá að Páll hefði látið sig hverfa frá því verki að gera upp íbúð fyrir dóttur þeirra í Reykjavík og hefði ekki náðst í hann. Því hefði hún í ljósi þess að hún vissi að Páll hefði verið í miklum samskiptum við Örnu, hringt í hana. „Að mati  dómsins  er  skýring  ákærðu  trúverðug,  en  einnig  verður    horfa  til  þess  að grunsemdir  hennar  um samband A [Páls] og  brotaþola [Örnu]  hafi  átt  þátt  í  því    hún  hringdi  í brotaþola. Í  símtalinu  kom hins  vegar ekkert  efnislega  fram  sem  fellt  verður  undir ógnandi háttsemi í skilningi 1. mgr. 232. gr. a hgl., þó að brotaþola kunni að hafa þótt símtalið óþægilegt.“

Dreifing á blaðaumfjöllun ekki umsáturseinelti

Konunni var einnig gefið að sök að hafa dreift útprentunum af fjölmiðlaumfjöllun í póstkassa, meðal annars hjá móður Þorsteins Más Baldvinssonar, hjá ömmu og afa Örnu og í póstkassa Örnu. Um er að ræða umfjallanir um Skæruliðadeild Samherja. Kvaðst ákærða hafa borið útprentanirnar út víðs vegar, án þess að vita hverjir viðtakendurnir væru í öllum tilvikum, þó ekki öllum.

„Er rannsókn lögreglu hér áfátt“
Úr dómnum

Í dómnum kemur fram að lögreglan hafi ekki rannsakað þá staðhæfingu konunnar að hún hefði dreift umfjölluninni víðar. Sömuleiðis kemur fram að lögreglan tók engar skýrslur af ömmu og afa Örnu, né aflaði hún annarra gagna um að þau hefðu fengið útprentanirnar yfirhöfuð. Þá voru þau ekki kvödd fyrir dóminn til að gefa skýrslu. „Er rannsókn lögreglu hér áfátt,“ segir í dómnum.

Lýsti ákærða því að hún myndi óljóst eftir þessum tíma, hún hefði verið í tilfinningalegu uppnámi, hrædd og reið og staðið í skilnaði við Pál eftir 28 ára samband. Hún neitaði enda ekki að hafa dreift umræddum útprentunum en sagði að hún vissi ekki hvað sér hefði gengið til. Hún hafi verið undir gríðarlegu álagi og hafi ekki viljað missa Pál. Í dómnum segir að framferði ákærðu beri með sér að hún hafi verið reið og hneyksluð á framgöngu stjórnenda og starfsmanna Samherja og hafi viljað upplýsa fólk um það. „Hefur ákæruvaldið  ekki  sýnt  fram  á  hvernig  dreifing  efnisins  til  móður [Þorsteins Más Baldvinssonar],  eða annarra ótilgreindra aðila, verður túlkuð sem umsáturseinelti gagnvart brotaþola.“

„Að mati dómsins fer því hins vegar fjarri að háttsemi ákærðu verði heimfærð undir ógnandi háttsemi“
Úr dómnum

Ákæruvaldið hélt því fram að jafnvel þó ekkert af gjörðum ákærðu gæti eitt og sér túlkast sem umsáturseinelti þá leiði heildstætt mat á háttsemi ákærðu og aðstæðum að leiða til að hún félli undir ákvæðið. Á það féllst dómari alls ekki, raunar fór því víðs fjarri. „Að  mati dómsins  fer  því hins  vegar fjarri    háttsemi  ákærðu  verði heimfærð  undir ógnandi háttsemi í skilningi ákvæðisins, hvort sem litið er til einstakra tilvika eða háttseminnar í heild  sinni. Brotaþoli  lýsti  því  sjálf    henni  hafi  þótt  háttsemi  ákærðu  undarleg.  Þá verður ekki dregið í efa að brotaþola hafi þótt háttsemin óþægileg. Tilgangur löggjafans með 232. gr. a hgl. var hins vegar ekki að gera háttsemi, sem kann að þykja óvenjuleg eða óþægileg, refsiverða, heldur þarf háttsemin að vera til þess fallin að valda brotaþola hræðslu  eða  kvíða.  Þá  þarf  ásetningur  geranda    standa  til  þess  að valda brotaþola þessum hughrifum með háttseminni. Hvorugt á við í máli þessu. Þær getgátur brotaþola og eiginmanns ákærðu, að veikindi hans hafi verið að rekja til ákærðu, breyta engu um framangreint.“

Var konan því sýknuð af öllum liðum ákærunnar og einkaréttarkröfu Örnu á hendur henni, um greiðslu miskabóta að upphæð 400 þúsund króna, var vísað frá. Sakarkostnaður, tæplega 1,5 milljónir króna, féll á ríkissjóð.

Brotið gegn reglum um birtingu dóma

Athygli vekur að það var fyrst í dag sem dómur í málinu var birtur á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands eystra, þrátt fyrir að hann hefði kveðinn upp 16. maí. Er það brot á reglum dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna. Þar segir í annarri grein: „Dómsúrlausn skal birta innan þriggja virkra daga frá uppkvaðningu dóms eða úrskurðar.“

Heimildin hafði í gær samband við Héraðsdóm Norðurlands eystra og óskaði eftir að fá dóminn afhentan en var svarað með því að hann yrði birtur á síðu dómsins í dag. Það var gert, 23 dögum eftir að hann lá fyrir. Engin skýring var gefin á því að dómurinn hefði ekki verið birtur fyrr en nú.

Kjósa
102
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Algjört dómgreindarskortur að fara með þetta mál fyrir dóm. Hér er verið að eyða almannafé í að halda upp heiðri einhvers sem hefði átt að fara í “einkamál” við viðkomandi. Er ekki komið og af þessari effing vitleysu.
    5
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Er lögreglan á Akureyri spillt?
    5
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hlynur Jónsson á ausjáanlega ekki mikla framtíð narðan heiða eftir þennan dóm,og Páll fórnar konunni fyrir samherja hvílik mannleysa,gengur svo heð síman fullan af heimilis klámi til að sína manni og öðrum?maður spyr sig.
    7
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Lögreglan á Norð-Austurlandi er auðsjáanlega ófær um að fara með mál varðandi Samherja. Þetta virðist allt saman vera sama búllan þarna á Stór-Samherjasvæðinu.
    20
    • Siggi Rey skrifaði
      Ekki bara á N-Austurlandi! Aldrei í sögu lögreglunnar á íslandi hafa önnur eins hneykslismál komið upp eftir að sjáfstæðisflokkurinn ákvað að skera niður lögregluna og koma fyrir “völdum” konum hér og þar sem augljóslega misfara með vald sitt af hroka, siðleysi, frekju o.s.frv.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
9
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
7
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
8
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár