Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hreyfing með óteljandi andlit

Þau hafa hlekkj­að sig við einka­þot­ur. Far­ið í setu­verk­fall á hrað­braut­um. Brot­ið glugga í banka og reynt að raska vél­ræn­um takti ið­andi stór­borga. Ver­ið hand­tek­in í hundraða vís. En þeg­ar neyð­ar­ástand skap­ast get­ur þurft að brjóta gler­ið, segja þau. Láta í sér heyra. Ekki vera bara stillt, prúð og hlýð­in. Og neyð­in vof­ir yf­ir með sí­vax­andi lofts­lags­breyt­ing­um af manna­völd­um.

Uppi varð fótur og fit á flugvelli í Genf í síðustu viku. Hópur fólks hafði komist inn á völlinn og hlekkjað sig við einkaþotu. Þau voru hin rólegustu en röskuðu heldur betur ró starfsmanna vallarins sem reyndu í ofboði að draga þau af vettvangi og hringdu svo í lögregluna sem tókst að fjarlægja hópinn.

Hann samanstóð af einstaklingum úr ýmsum áttum, sem eiga það þó sameiginlegt að vera aktívistar sem eru að berjast með ýmsum ráðum við að opna augu stjórnmálamanna og almennings fyrir yfirvofandi hættu.

Tilgangur gjörningsins, sem hefur verið endurtekinn á fleiri flugvöllum í Evrópu, var að vekja athygli á eftirfarandi: Á sama tíma og loftslagsváin vofir yfir kaupir ríkasta prósent jarðarbúa sér einkaþotur sem aldrei fyrr. Einkaþotur „brenna framtíð okkar“ og „drepa plánetuna“, stóð á viðvörunarmiðum, sambærilegum þeim sem skylt er að setja á tóbaksvörur, sem þau límdu á einkaþotuna.

Einkaþotur eru tvöfalt fleiri í dag en …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Síðan um 1950 hafa vísindin viðurkennt að athafnir manna munu auka hita loftlags.
    Um og eftir 1980 ætti almenningurinn einnig að hafa fengið vitneskju um það.
    1992 var mikil ráðstefna í Rio de Janeiro þar sem allir lofuðu að stemma stigu við hækkandi hita veðurfars.
    2023: það er blásið CO2 út í andrúmsloftið eins og aldrei fyrr.
    Er einhver hissa á að þeir sem þurfa að súpa seiðið eru reiðir?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár