Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pósthúsið kalda á Vatnajökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.

Pósthúsið kalda á Vatnajökli

Fyrir utan tjöldin tvö á jöklinum kúra fjórir grænlenskir sleðahundar og ýlfra lágt út í bylinn sem rífur í feld þeirra og tjöldin í grimmdarhviðum. Inni í öðru tjaldinu, við skímuna af flöktandi lukt, hamast Jón Eyþórsson veðurfræðingur við að skrifa á umslög, sleikja frímerki og líma þau á bréfin áður en hann stimplar þau og bætir við vaxandi staflann. Alls eru bréfin 300 talsins. Þetta var pósthúsið á Vatnajökli og Jón var póstmeistarinn á jöklinum, í tvo mánuði vorið og fram á sumarið 1936.

Á stóru safnarasýningunni NORDIA 2023, sem haldin er í Ásgarði í Garðabæ dagana 2.-4. júní, má sjá fjölbreytt úrval sjaldgæfra sýningargripa úr öllum áttum. Þar á meðal sýnir Vestur-Íslendingurinn Michael Schumacher ákaflega skemmtilegt safn sem tengist sögulegum sænsk-íslenskum rannsóknarleiðangri á Vatnajökul á vordögum árið 1936.

Leysa jarðfræðilegar gátur Íslands

Jón Eyþórsson veðurfræðingur vann að jöklarannsóknum í Jötunheimi í Noregi áratug fyrr ásamt sænska jarð- og …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár