Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað skýrir minnkandi fæðingartíðni?

Áhrif stefnu­mót­un­ar og for­eldra­menn­ing­ar á barneign­ir á Ís­landi er með­al þess sem nýdok­tor­arn­ir Sunna Sím­on­ar­dótt­ir og Ari Klæng­ur Jóns­son hafa rann­sak­að. Þau ræða mögu­leg­ar ástæð­ur fyr­ir minnk­andi fæð­ing­ar­tíðni í hlað­varp­inu Sam­tal við sam­fé­lag­ið.

Hvað skýrir minnkandi fæðingartíðni?
Hríðlækkandi fæðingartíðni Fæðingartíðni lhefur öngum verið há á Íslandi í en hefur þó farið hríðlækkandi síðastliðinn áratug. Gestir hlaðvarpsins Samtals við samfélagið reyna að svara hvað veldur. Mynd: Pexels

„Við vildum skoða þetta, ekki bara hvað er að gerast, heldur líka að varpa einhverju ljósi á ástæðurnar, af hverju er þetta að gerast á Íslandi út frá breiðu sjónarhorni,“ segir Sunna Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði, um minnkandi fæðingartíðni á Íslandi. 

Sunna og Ari Klængur Jónsson, sem er einnig nýdoktor í félagsfræði, eru gestir Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors í félagsfræði, í nýjasta hlaðvarpsþætti Samtals við samfélagið, sem finna má í hlaðvarpi Heimildarinnar. Í þættinum ræða þau um minnkandi fæðingartíðni á Íslandi og áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. 

Áhrif stefnu­mót­un­ar og for­eldra­menn­ing­ar á barneign­ir á Ís­landiSunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði og Ari Klængur Jónsson, nýdoktor í félagsfræði, eru gestir Sigrúnar Ólafsdóttur í hlaðvarpinu Samtali við samfélagið, fyrsta þætti eftir langt hlé. Sunna og Ari stýra stóru rannsóknarverkefni sem skoðar áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi.

Fæðingartíðni hefur löngum verið há á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Undangenginn áratug hefur fæðingartíðni þó farið hríðlækkandi á Íslandi. Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni hefur frjósemi aldrei mælst minni en árið 2022. 4.391 barn fæddist á Íslandi á síðasta ári sem er mikil fækkun frá 2021 þegar 4.879 börn fæddust. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. 

Sunna og Ari eru meðal stjórnenda umfangsmikils verkefnis á vegum þverfræðilegs hóps fræðafólks við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist „Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi“ og í því er lögð áhersla á að rannsaka þær breytingar sem hafa orðið á fæðingartíðni á síðastliðnum árum og öðlast skilning á ástæðum þeirra. 

Áhrif foreldramenningar á ákvarðanir um barneignir

Í verkefninu er leitast eftir því að svara hvort fjölskyldustefna á Íslandi styðji nægilega við barnafjölskyldur og fangi síaukinn fjölbreytileika og breyttar þarfir fjölskyldna, ásamt því að greina hvernig foreldramenning mótar ákvarðanir um barneignir. 

Ísland veitir einstakt tækifæri til að rannsaka fæðingartíðni og barneignir. Hér á landi er mikil áhersla á jafnrétti kynjanna, fjölskyldur eru fjölbreyttar og fjölskyldustefna styður við atvinnuþátttöku beggja foreldra og jafna fjölskylduábyrgð. Niðurstöður úr verkefninu byggja á fjölbreyttri aðferðafræðilegri nálgun og munu nýtast við að öðlast skilning á barneignum á Íslandi, ásamt því að vera mikilvægt innlegg í alþjóðlegt fræðasamfélag

„Stóra pælingin okkar er í raun og veru að skoða þessa þróun sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarin tíu ár þegar við erum að sjá þessa lækkun í fæðingartíðni og þetta er lækkun á fæðingartíðni sem hafði lengi vel verið hærri en í löndunum í kringum okkar, líka Norðurlöndunum, en svo byrjar þessi þróun fyrir um það bil tíu árum síðan,“ segir Sunna meðal annars í þættinum. 

„Við vitum svo lítið um barneignir á Íslandi þegar kemur að frjósemi, hvort að til dæmis tekjur spili inn í, uppruni og allar þessar pælingar, við þekkjum þetta ekki á Íslandi, við vitum þetta á Norðurlöndum, til dæmis hvort tekjur hafi áhrif á hvort fólk eignist eitt eða þrjú börn,“ segir Ari. 

Sunna segir foreldramenningu geta verið eina af lykilþáttum sem mikilvægt er að skilja ef skilja á breytta fæðingartíðni. „Ekki bara á Íslandi heldur alþjóðlega. Ég hef verið að skoða foreldramenningu alveg síðan ég byrjaði í doktorsnáminu, ég hef áhuga á hvernig hugmyndir okkar um foreldrahlutverkið breytast, hvernig þróunin er, hvernig hugsum við um hlutverk okkar og skyldur sem foreldra, hvernig hugsum við um hvað þarf að vera til staðar í okkar lífi áður en við erum tilbúin til að eignast börn. Og við vitum að þetta eru ekki fastir hlutir, heldur mótast þeir af menningu og tíðaranda hverju sinni,“ segir Sunna. 

Heimsfaraldur skýrir aukna fæðingartíðni 2021 að hluta 

Áhrif kórónuveirufaraldursins eru einnig tekin með í jöfnuna við vinnu verkefnisins með því að ræða við foreldra sem eignuðust börn í heimsfaraldrinum ásamt því að styðjast við tölfræðileg gögn. 

„Varðandi tölurnar þá held ég að ég geti sagt – með ákveðnu kæruleysi – að hluti af þessari aukningu sem varð 2021 sé komin út af COVID, við sjáum þetta á hinum Norðurlöndunum líka, þar jókst fæðingartíðni líka. Og það er þá afleiðing, þessi lága fæðingartíðni í fyrra er þá afleiðing af 2021, því að fólk var kannski að flýta barneignum þannig að þess vegna fáum við svona, hún fer aðeins upp 2021 og hún fer aftur niður 2022,“ segir Ari. 

Samtal við samfélagið er að finna í Hlaðvarpi Heimildarinnar. Hér er hægt að nálgast þáttinn í heild sinni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
5
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
4
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár