„Þegar ég var krakki fannst mér hugtakið peningar rosalega merkilegt. Þarna ertu með einhvern pappír sem er fjólublár og stendur þúsund á eða rauðan sem stendur fimm hundruð á en pappírinn hefur í raun ekkert virði. En samt getur þú tekið þennan pappír og farið með hann út í búð og búðarkonan eða búðarmaðurinn tekur á móti þessum pappír,“ segir Ásgerður Ósk Pétursdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ásgerður hefur frá unga aldri verið heilluð af peningum, ekki endilega virði þeirra heldur öllu heldur hugtakinu. Hvaðan koma peningarnir og hvað felst í þeim? „Það einhvern veginn mótaði mig strax,“ segir Ásgerður, sem pældi meira í peningum en önnur börn. „Þannig að ég spurði mömmu; hvaðan koma peningarnir? Og hún sagði að þeir kæmu frá Seðlabankanum. Ég man þetta ekki alveg en þá svaraði ég víst: „Þar ætla ég að vinna …
Athugasemdir (3)