Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti

Ás­gerð­ur Ósk Pét­urs­dótt­ir hef­ur pælt í pen­ing­um frá því að hún man eft­ir sér. Ás­gerð­ur var ekki há í loft­inu þeg­ar hún spurði mömmu sína hvað­an pen­ing­arn­ir kæmu. Svar­ið var Seðla­bank­inn. „Þar ætla ég að vinna þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ás­gerð­ur. Og við það stóð hún. Ás­gerð­ur er yngst allra sem set­ið hafa í pen­inga­stefnu­nefnd og starf seðla­banka­stjóra heill­ar.

Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
Yngst Ásgerður Ósk Pétursdóttir tók sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans á 40 ára afmælisdaginn. Hún er yngst allra sem hafa setið í nefndinni en pældi ekki sérstaklega í því sjálf. Æskuljóminn er í ættinni. „Ég hef lent í því bara alltaf að fólk heldur að ég sé alveg mörgum árum yngri en ég er.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þegar ég var krakki fannst mér hugtakið peningar rosalega merkilegt. Þarna ertu með einhvern pappír sem er fjólublár og stendur þúsund á eða rauðan sem stendur fimm hundruð á en pappírinn hefur í raun ekkert virði. En samt getur þú tekið þennan pappír og farið með hann út í búð og búðarkonan eða búðarmaðurinn tekur á móti þessum pappír,“ segir Ásgerður Ósk Pétursdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.  

Ásgerður hefur frá unga aldri verið heilluð af peningum, ekki endilega virði þeirra heldur öllu heldur hugtakinu. Hvaðan koma peningarnir og hvað felst í þeim? „Það einhvern veginn mótaði mig strax,“ segir Ásgerður, sem pældi meira í peningum en önnur börn. „Þannig að ég spurði mömmu; hvaðan koma peningarnir? Og hún sagði að þeir kæmu frá Seðlabankanum. Ég man þetta ekki alveg en þá svaraði ég víst: „Þar ætla ég að vinna …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • trausti þórðarson skrifaði
    Fólkið í landinu veit ekkert um seðlabankann og seðlabankinn veit ekkrt um fólkið í landiu,Ásgerður er heppin að þurfa ekki að búa innan um fólkið í landinu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár