Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Misjöfn örlög Gladstone og Gladstone

Það er alltaf glatt á hjalla þeg­ar Gladstone-fjöl­skyld­an skemmt­ir sér í kast­al­an­um sín­um ná­lægt Li­verpool. En hvað­an kem­ur auð­ur þessa fólks? Og hver var Jack Gladstone sem stýrði fyr­ir rétt­um 200 ár­um upp­reisn gegn John Gladstone?

Misjöfn örlög Gladstone og Gladstone

Um daginn var ég að flækjast á netinu, eins og maður gerir, og lenti ég á síðu MailOnline þar sem ég fór af einskærri rælni að skoða grein sem fjallaði um núlifandi afkomendur frægra forsætisráðherra Breta. Og þar á meðal rakst ég á mynd af kátu fólki sem allt var komið af William Gladstone, en hann var forsætisráðherra í samtals 12 ár á árabilinu 1868–1894. Ég vissi það eitt um Gladstone að hann tilheyrði á sínum tíma nýjum flokki Frjálslyndra og þótt hann væri af auðugu fólki kominn barðist hann fyrir jöfnum tækifærum og var svo vinsæll meðal venjulegs fólks að hann var kallaður „William okkar alþýðunnar“ („The People's William“).

Afkomendur „Williams okkar“ eru greinilega hinir hressustu. MailOnline – og aðrar vefsíður sem ég fór svo að róta í – birtu myndir af brosmildu fallegu fólki við leik og ýmis störf og ljóst að fjölskyldan hefur það fínt í Hawarden-kastala, …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár