Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Friður hins heilaga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?

Friður hins heilaga refs?

Rétt í þann mund að leiðtogafundur Evrópuráðsins var að hefjast í Reykjavík á dögunum birtist furðuleg yfirlýsing „hóps friðarsinna“ á Vísir.is. Þar var skorað „á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu nú þegar“ og „byrja friðarferlið strax í dag“.

Þótt ekki skuli efast á nokkurn hátt um einlægan friðarvilja hópsins var yfirlýsingin furðuleg í ljósi þess að „leiðtogar evrópskra ríkja“ (utan tveir) hafa ekkert yfir þessu stríði að segja og ekki á þeirra valdi að „stöðva [stríðið] tafarlaust með skilyrðislausu vopnahléi“, eins og einnig sagði í yfirlýsingunni. Úkraínumenn vilja ekki gefast upp fyrir Rússum eða semja um eitthvað sem verðlaunar Rússa fyrir hina villimannlegu innrás þeirra, svo krafa hópsins um „skilyrðislaust vopnahlé“ felur í raun í sér að „leiðtogar Evrópu“ eigi að knýja Zelensky forseta til „friðarferlis“ með því að hætta öllum stuðningi við hervarnir Úkraínu.

Aðeins þannig – ég ítreka þetta, aðeins þannig verður stríðið í Úkraínu „stöðvað tafarlaust“. Og í plagginu kemur fram það álit hópsins að stríðið í Úkraínu snúist um „ágreining ríkja“. Engin innrás nefnd, enginn yfirgangur, nei, „ágreiningur ríkja“.

Nú má skömm þeirra vera lengi uppi sem krefjast þess undir fölskum eða fávísum forsendum af Úkraínumönnum að þeir beygi sig fyrir útlensku innrásarliði og stríðsglæpamönnum.

Glatað trausti þjóðarinnar

En kannski hafa að minnsta kosti sum þeirra sem skrifuðu undir ekki áttað sig á því hvað þau voru í raun að skrifa undir. Það er ævinlega fallegra að lýsa yfir stuðningi við frið en stríð. Og þetta mætti sosum afsaka, þótt illt sé að skrifa undir yfirlýsingar um mikilsverð mál án þess að hugsað sé út í hvað þær þýða í raun, nema vegna þess að eins og vanalega má finna dæmi úr sögunni sem fólk hefði átt að líta til áður en það hóf penna sinn á loft.

Þar sem krafa um „frið“ felur í raun í sér að fallist er á enn meiri hörmungar en fylgir yfirstandandi stríði.

Og þau dæmi eru auðfundin.

Og eitt blasir alveg við.

En ljótt er það.

Síðari heimsstyrjöldin hófst með því að Hitlers-Þýskaland og síðan Sovétríki Stalíns lögðu undir sig Pólland í september 1939. Bretland og Frakkland lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum en fóru mjög halloka fyrstu misserin. Snemma í maí 1940 var ljóst að Neville Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, hafði glatað trausti þjóðar og þings til að leiða Breta gegnum stríðið. Þá töldu íhaldsmenn lífsnauðsynlegt að taka Verkamannaflokkinn í stjórnina en flokkurinn neitaði að setjast í stjórn undir forystu Chamberlains.

Íhaldsflokkurinn kom því saman til að velja nýjan leiðtoga. 

Vammlaus og kirkjusækinn

Tveir komu til mála. Annar var Halifax lávarður, rétt tæplega sextugur þá, hafði verið í pólitík allt sitt líf, rólyndur maður, sjálfsöruggur í fasi, pottþéttur og samviskusamur en ekki hugmyndaríkur, afar hávaxinn, innmúraður og innvígður í bresku yfirstéttina. Hann var kallaður „heilagi refurinn“ („holy fox“) af því hann var svo vammlaus og kirkjusækinn og lét hunda sína drepa refi við hvert tækifæri eins og breskum aðalsmönnum sæmdi.

Halifax hafði verið utanríkisráðherra Chamberlains frá 1938 og tók þátt í þeim alræmda fundi í München í september það ár þegar Bretar og Frakkar afhentu Hitler stóran hluta Tékklands á silfurfati.

Hinn var Winston Churchill, hálfsjötugur og hafði verið meðal mest áberandi en um leið umdeildustu stjórnmálamanna Breta í áratugi. Hann var skjótráður en oft fljótfær, barmafullur af hugmyndum en þær ekki allar jafngóðar, tæplega meðalmaður á hæð, hvikur, bjó yfir snert af snilligáfu en átti mjög til að strjúka liggjandi köttum öfugt.

Hvað var í viskíglasinu?

Mjög auðvelt er að herma ýmsar sakir og sumar alvarlegar upp á Churchill en þær verða látnar liggja milli hluta hér. Þó skal tekið fram að drykkjuskapur Churchills er gjarnan mjög ýktur; það viskíglas sem hann hafði einlægt í hendi innihélt aðallega vatnssull – „fremur munnskol en áfengi“ sagði einhver sem dreypti á glasi hans.

Enginn vafi er á því að meirihluti þingmanna Íhaldsflokksins hefði heldur kosið Halifax en Churchill. Lávarðurinn vinstrihandarlausi var maður kerfisins, þeirra maður. Churchill áttu þeir bágt með að treysta af ýmsum ástæðum og það var einlægt vesen í kringum hann.

Á hinn bóginn var Churchill augljóslega meira drífandi maður en hinn hægláti Halifax. Ekki var heldur hægt að neita því að hann hafði haft rétt fyrir sér um hættuna af Hitler árin á undan meðan þeir Chamberlain og Halifax óðu enn í villu um að hægt væri að hafa hemil á nasistaforingjanum með vanalegri diplómasíu.

Churchill verður ofan á

Svo fór að Churchill varð ofan á í leiðtogavali 10. maí. Kannski var ástæðan sú að Halifax gerði sér sjálfur grein fyrir að Churchill yrði röggsamari stríðsleiðtogi, en kannski hikaði utanríkisráðherrann bara of lengi. Hann var vanur því að láta ganga á eftir sér eins og „herramönnum“ sæmdi. Altént varð afar örlagaríkt á næstu vikum að hinn herskái Churchill en ekki Halifax sat í Downingstræti 10.

Því sama dag hófst árás Þjóðverja í vestur og gekk satt að segja eins og í lygasögu. Eftir aðeins tvær vikur var ljóst að hinn mikli franski her var að falli kominn og kröfur um vopnahlé (það er að segja uppgjöf) orðnar háværar í Frakklandi.

Þeir sem vildu umfram allt friðmælast við Þjóðverja spurðu gjarnan þau dægrin af hverju þeir ættu að hætta lífi sínu fyrir þá bresku lávarða, sem rækju stríðið áfram og ætluðu sér að „berjast til síðasta Frakka“.

(Þeir tóku í alvöru svona til orða, sjá Le Chagrin et la Pitié eftir Marcel Ophuls.)

En allt gekk á afturfótunum hjá Bretum líka.

Milliganga Mussolinis?

Og þá lagði Halifax fram þá tillögu í bresku stríðsstjórninni að leitað yrði hófanna um „frið“ við Þjóðverja. Af því sem á eftir fylgdi er æsileg saga sem ekki er tóm til að rekja hér en um tíma virtist raunveruleg hætta á að tillaga Halifax næði fram að ganga. Svo fór þó að Churchill náði að kveða hana í kútinn.

Hann var vissulega ekki einn um að vísa á bug kröfum um að „stöðva stríðið [í Frakklandi] þegar í stað“ með því að koma á „skilyrðislausu vopnahléi“.

Verkamannaflokkurinn studdi Churchill til dæmis dyggilega að þessu leyti og vildi enga uppgjöf.

En ef Halifax hefði orðið forsætisráðherra 10. maí, þá er þó sannarlega hætt við að hann hefði náð að „byrja friðarferlið“ með milligöngu Mussolinis, fasistaleiðtoga Ítalíu, eins og hann taldi æskilegt.

Pútin skýtur upp kollinum

„Hætta á … hætt við“? Hvaða orðalag er þetta?

Hefði ekki verið undir öllum kringumstæðum æskilegt að „úkljá ágreining [þessara] ríkja“ með því að „ræða og semja um langvarandi frið“? – svo ég vitni enn í yfirlýsingu „hóps friðarsinna“ árið 2023.

Reyndar ekki.

Skoðum það. Nú er að sönnu óvíst hversu lágt Bretar hefðu þurft að leggjast á þessum erfiða tímapunkti til að tryggja sér „vopnahlé“ við Þjóðverja. Í raun hefði auðvitað falist í þessu uppgjöf, rétt eins og í kröfu um „skilyrðislaust vopnahlé í Úkraínu“ býr ekkert annað en krafa um uppgjöf Úkraínumanna, algjöra eða að stórum hluta.

Pútín Rússlandsforseti býður ekki upp á neitt annað. Svo einfalt er það eftir það sem á undan er gengið.

Flotinn bundinn við bryggju

Í allra besta falli hefðu Bretar árið 1940 þurft að binda flota sinn við bryggju, leysa upp flugherinn og veita Þjóðverjum aðgang að „vopnahléseftirliti“ á æðstu stöðum í Bretlandi.

Bretar hefðu kannski ekki verið hernumdir en alveg múlbundnir. Þjóðverjar hefðu þá haft frjálsar hendur um aðdrætti og útflutning á Atlantshafi. Verðmætir málmar til hernaðarframleiðslu og ómælt eldsneyti hefðu streymt til uppbyggingar á hernaðarvél Hitlers.

En innrásin í Sovétríkin sumarið 1941?

Hún misheppnaðist að lokum eins og við vitum. Ástæðurnar voru ýmsar. Óþrjótandi mannfjöldi Rauða hersins sem Stalín fórnaði hiklaust. Miklu meiri og fullkomnari hergagnaframleiðsla Sovétmanna en Þjóðverja óraði fyrir. Og síðast en ekki síst gríðarleg aðstoð sem Sovétmönnum barst frá Bretlandi og þó fyrst og fremst Bandaríkjunum frá og með 1941.

En ef Bretar hefðu samið við Þjóðverja 1940 hefðu hersveitir Hitlers þá átt mun meiri möguleika á að sigra Rauða herinn.

Drepa átti hundruð milljóna

Fyrir því eru ýmsar herfræðilegar ástæður sem ekki er tóm til að rekja hér (innrásin hefði til dæmis getað hafist fyrr), en ég nefni bara þetta: Þótt Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti fyrirliti nasistastjórnina í Þýskalandi vissulega af öllu hjarta og vildi ólmur fá að taka þátt í að knésetja hana, þá er útilokað að hann hefði séð sér fært að koma til liðs við Stalín 1941 ef Bretar hefðu ekki verið til staðar í stríðinu.

Og ef Hitlers-Þýskaland hefði þá náð að leggja undir sig Evrópuhluta Sovétríkjanna til frambúðar, hvað þá?

Við vitum hvað hefði gerst þá. Þjóðverjar voru búnir að gera um það nákvæm plön sem byggðust reyndar á yfirlýsingum sem Hitler hafði gefið alveg blygðunarlaust í bók sinni Mein Kampf árið 1925.

Það átti einfaldlega að tortíma öllum Rússum, Úkraínumönnum, Hvítrússum, Tartörum, Pólverjum, að ekki sé minnst á Gyðinga og Rómafólk … það átti að þræla út og síðan drepa með vopnum, gasi og þó aðallega hungri hundruð milljóna manna, eyða heilu þjóðunum, svo kynhreinir Þjóðverjar gætu eftirleiðis haft það huggulegt á búgörðum sínum á pólsku og úkraínsku og rússnesku sléttunum.

„Kynhreinir Þjóðverjar gætu haft það huggulegt á búgörðum sínum á pólsku og úkraínsku og rússnesku sléttunum.“

Klíkur innan yfirstéttar

Til þessa hefði „friðarkrafa“ Halifax lávarðar og nóta hans mjög auðveldlega getað leitt.

Sú krafa sem ekki var sett fram af því Halifax væri einhvers konar undirlægja Þjóðverja og hvað þá nasista, heldur einfaldlega af því hann vildi ekki berjast fram í rauðan dauðann.

Ýmsir friðarhópar á Bretlandi tóku undir kröfuna um „tafarlaust vopnahlé“. Það voru bæði einlægir friðarsinnar sem mundu hrylling fyrri heimsstyrjaldar en ekki síður klíkur innan yfirstéttarinnar þar sem Þjóðverja- og jafnvel nasistavinir leyndust furðu víða.

En Churchill, Attlee, leiðtogi Verkamannaflokksins, og félagar tóku sem betur fer ekki undir friðarkröfurnar.

Því það hefði nærri því áreiðanlega leitt til enn hræðilegri hörmunga en þó riðu yfir næstu árin.

Ekki vitur eftir á

Og vel að merkja er það ekki að vera „vitur eftir á“ að varpa öndinni léttar yfir því að ekki skyldi hlustað á friðarhópana 1940.

Það var ekki af „stríðsæsingum“ sem kröfunum um friðarumleitanir við Þjóðverja var hafnað.

Churchill var að sönnu enginn friðarsinni, nokkuð langt frá því jafnvel, en ástæða númer eitt, tvö og þrjú fyrir staðfestu hans var þó sú að hann hafði glöggskyggni og hugrekki til að horfast í augu við einræðisherrann.

Og átta sig á hvað hann sá þar.

Einskæra illsku.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Páll Pálsson skrifaði
    Þad hjàlpađi líka samnigur stalin vid japan ....hvenin hefđi orustan um mosku fariđ ef ussar hefdi ekki getaď flutt hermen frà austur kyrahafi ..hefđu japnir ràđist à russa í stađin fyrir perl harbur
    0
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Svar mitt við þessu:
    https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10219640059147109&id=1685374526
    -1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Og síðast en ekki síst gríðarleg aðstoð sem Sovétmönnum barst frá Bretlandi og þó fyrst og fremst Bandaríkjunum frá og með 1941."
    Aðstoðin barst að mestu með skipalestum til íshafshafna sovétríkjanna. Kostaði miklar mannfórnir að ótöldum öðrum kostnaði. Pútín er hljóður um þetta á friðardaginn þegar hann hrósar Stalín. Yngri kynslóð rússa veit varla af þessu.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
Bestu vísbendingar um líf í geimnum fundnar á plánetunni K2-18b
Flækjusagan

Bestu vís­bend­ing­ar um líf í geimn­um fundn­ar á plán­et­unni K2-18b

Vís­inda­menn telja sig hafa fund­ið gas­teg­und­ina dí­metýls­úlfoxíð á plán­etu í 120 ljós­ára fjar­lægð. Á Jörð­inni er sú gas­teg­und að­eins af­urð frá lif­andi ver­um
Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára
Flækjusagan

Risa­vaxn­ir frænd­ur fíla bjuggu nyrst á Græn­landi fyr­ir að­eins tveim millj­ón­um ára

DNA-rann­sókn­ir danskra vís­inda­manna í kaldri eyði­mörk nyrst á Græn­landi skila óvænt­um nið­ur­stöð­um
Var Prígozhin gluggaður? Hvaðan kemur þetta orðalag yfir pólitísk morð?
Flækjusagan

Var Prígozhin glugg­að­ur? Hvað­an kem­ur þetta orða­lag yf­ir póli­tísk morð?

Í gær spurð­ist dauði Prígozhins olíg­arka og mála­liða­for­ingja í Rússlandi. Án þess að far­ið sé nán­ar út í það hafa marg­ir sjálfsagt veitt at­hygli hót­fyndn­um get­gát­um um að Rúss­inn hafi slys­ast til að „detta út um glugga“ þótt all­ir viti nátt­úr­lega að hann dó (ef hann er þá dá­inn!) í flug­vél sem hrap­aði af himn­um of­an. En hvað á þessi...
Hve margir eru myrtir?
Flækjusagan

Hve marg­ir eru myrt­ir?

Morð eru ekki með­al al­geng­ustu dánar­or­saka í heimi hér. En hversu mörg eru þau á hverju ári og hvar er hættu­leg­ast að eiga heima?
Ísmaðurinn Ötzi var dökkur á hörund og sköllóttur, ekki loðinn og hvítur!
Flækjusagan

Ísmað­ur­inn Ötzi var dökk­ur á hör­und og sköll­ótt­ur, ekki loð­inn og hvít­ur!

Í sept­em­ber 1991 fundu þýsk hjón lík í rúm­lega 3.200 metra hæð í skrið­jökli ein­um í Ötzal-fjöll­um á landa­mær­um Aust­ur­rík­is og Ítal­íu. Greini­legt var að lík­ið hafði ver­ið fast í jökl­in­um en kom­ið í ljós að hálfu þeg­ar jök­ull­inn hóf að hopa nokkru áð­ur. Yf­ir­völd sóttu lík­ið, sem reynd­ist af karl­manni, og hóf­ust handa um að rann­saka hvað hefði kom­ið...

Nýtt efni

Hin varkára gagnsókn Úkraínu
MyndirÁ vettvangi í Úkraínu

Hin var­kára gagn­sókn Úkraínu

Gagn­sókn Úkraínu gegn Rúss­um hófst ekki sem skyldi. Áhlaup á varn­ar­lín­ur Rússa mis­fórst og mik­ið af bún­aði tap­að­ist. Í kjöl­far­ið var grip­ið til vara­áætl­un­ar, sem er var­færn­ari. Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar í Úkraínu hef­ur þrætt sig með­fram víg­lín­unni und­an­far­ið.
Froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám ekki glæsileg framtíðarsýn
FréttirLaxeldi

Frosk­menn með skut­ul­byss­ur að sulla í ám ekki glæsi­leg fram­tíð­ar­sýn

Mat­væla­ráð­herra seg­ir það „þyngra en tár­um taki“ að fylgj­ast með slysaslepp­ingu úr sjókvía­eldi af þeirri stærð­ar­gráðu eins og átti sér stað í Pat­reks­firði. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar seg­ir dap­ur­leg­ast við frétt­ir eins og þess­ar að þær eiga ekki að koma nein­um á óvart.
Eins manns harmleikur er annars afþreying
Viðtal

Eins manns harm­leik­ur er ann­ars af­þrey­ing

Inga Kristjáns­dótt­ir er ókrýnd saka­mála­hlað­varps­drottn­ing Ís­lands. Í sum­ar fór hún til Banda­ríkj­anna og stund­aði myrka ferða­mennsku þeg­ar hún heim­sótti með­al ann­ars heim­ili Ted Bun­dy og var við­stödd fyr­ir­töku í máli grun­aðs morð­ingja í Ida­ho. Hún seg­ist skilja þau sem furða sig á því hvernig hún geri af­þrey­ingu úr harm­leik annarra en seg­ir þetta allt snú­ast um for­vitni og að segja sög­ur.
Þrjár 19 ára stelpur stofnuðu eitt efnilegasta fótboltalið landsins
Fréttir

Þrjár 19 ára stelp­ur stofn­uðu eitt efni­leg­asta fót­boltalið lands­ins

„Við höfð­um ekki eft­ir neinu að bíða,“ seg­ir knatt­spyrnu­kon­an og lög­fræð­ing­ur­inn Jór­unn María Bachmann Þor­steins­dótt­ir, ein þeirra ungu kvenna sem krafð­ist þess að stofn­að­ur yrði meist­ara­flokk­ur kvenna í fót­bolta hjá Gróttu. Lið­ið keppti ný­ver­ið í úr­slita­leik um sæti í Bestu deild kvenna, að­eins átta ár­um eft­ir stofn­un.
Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
„Ég held að það sé mikilvægt að sveitarfélagið standi ekki í skuld við fyrirtæki“
FréttirLaxeldi

„Ég held að það sé mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lag­ið standi ekki í skuld við fyr­ir­tæki“

Ásrún Mjöll Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­kona VG í Múla­þingi, seg­ir að það sé mik­il­vægt að sett­ar verði regl­ur á sveita­stjórn­arstig­inu um gjaf­ir frá fyr­ir­tækj­um. Ný­lega gaf Fisk­eldi Aust­fjarða 6 til 8 millj­óna króna gjöf í formi meng­un­ar­varna til Seyð­is­fjarð­ar­bæj­ar. Yf­ir­hafn­ar­vörð­ur seg­ir mál­ið ver­ið storm í vatns­glasi þar sem höfn­in hafi upp­haf­lega ætl­að að kaupa bún­að­inn af Fisk­eldi Aust­fjarða.
Fögnum ágæti og fjölbreytileika í tæknigeiranum okkar
Alondra Silva Muñoz
Aðsent

Alondra Silva Muñoz

Fögn­um ágæti og fjöl­breyti­leika í tækni­geir­an­um okk­ar

For­stjóri Women Tech Ice­land skrif­ar um mik­il­vægi þess að kon­ur knýi fram fram­far­ir í tækni­drifn­um heimi nú­tím­ans, þrátt fyr­ir við­v­arn­andi kynjamun í geir­an­um.
Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
FréttirNeytendamál

Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Fréttir

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hætt­ir og byrj­ar aft­ur í fjórða sinn að kanna eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.
Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum
Viðtal

Lesa stund­um en eiga erfitt með að minnka tíma á sam­fé­lags­miðl­um

Fjór­ir nem­end­ur í Haga­skóla svara sömu spurn­ing­um og lagð­ar eru fyr­ir í Ís­lensku æsku­lýðs­rann­sókn­inni og skýra hvað ligg­ur að baki svör­un­um. Ragný Þóra Guðjohnsen, fag­leg­ur stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar og lektor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar af­ger­andi.
„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“
Viðtal

„Mun­um aldrei mæta allri orku­þörf allra“

Ef ekki verða sett lög um for­gang al­menn­ings að orku verð­ur hon­um smám sam­an þrýst út af orku­borð­inu og þá stund­um of­an í ol­íu­tunnu. Því þótt borð­ið svigni vissu­lega af end­ur­nýj­an­legri orku verð­ur það alltaf tak­mark­að að stærð. Nú þeg­ar eft­ir­spurn­in hef­ur marg­fald­ast og sal­an auk­ist er gott að hugsa um „orku­skort hverra“ og þá stað­reynd að al­menn­ing­ur not­ar að­eins um 5 pró­sent raf­orkunn­ar, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. „Því þetta verð­ur alltaf val – hversu mik­ið þú ætl­ir að selja og í hvað.“
Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
FréttirLaxeldi

Fisk­eldi Aust­fjarða gaf Seyð­is­firði 6 til 8 millj­óna króna gjöf

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Múla­þingi hafa spurt spurn­inga um gjöf­ina frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fisk­eldi Aust­fjarða þarf að fá íbúa Múla­þings í lið með sér ef það á að verða af lax­eld­is­áform­um fyr­ir­tæk­is­ins í Seyð­is­firði.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.