Aðalmyndin heitir Horfinn heimur og er 74 mínútna löng heimildamynd. Á undan henni er sýnd stuttmyndin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hún er eingöngu klippt saman úr ljósmyndum en myndir og tónlist eru eftir Kjartan Sveinsson og hann gerir líka tónlistina við lengri myndina.
Stuttmyndirnar tvær sem eru hluti af ljósmyndasýningunni tengjast báðar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun. Önnur fjallar um Ómar Ragnarsson en hin um Ferðafélagið Augnablik og Ástu Arnardóttur og Ósk Vilhjálmsdóttur, sem stóðu fyrir gönguferðum um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2003–2006.
„Langa myndin byggir í raun á gönguferð sem ég fór með þeim og hópi ferðamanna síðsumars 2006, skömmu áður en byrjað var að hleypa vatni á Hálslón,“ segir Ólafur þar sem við sitjum í vorsól í Berlín, í manngerðu landslaginu, og liggur þá beinast við að spyrja: Hvernig kemur þetta til?
„Ég vann lengi sem leiðsögumaður,“ segir Ólafur og kveðst …
Athugasemdir (2)