Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er eyðileggingin réttlætanleg?

Kvik­mynda­leik­stjór­inn Ólaf­ur Sveins­son frum­sýndi ný­lega í Bíó Para­dís tvær kvik­mynd­ir um Kára­hnjúka­virkj­un og áhrifa­svæði henn­ar fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar – og eft­ir þær. Einnig stend­ur hann fyr­ir ljós­mynda­sýn­ingu um sama efni í for­söl­um Bíó Para­dís. Þar eru jafn­framt tvær stutt­mynd­ir tengd­ar Kára­hnjúka­virkj­un sem Ólaf­ur gerði sér­stak­lega fyr­ir stóra marg­miðl­un­ar­sýn­ingu um nátt­úru­vernd sem hann vann í sam­starfi við Land­vernd og var fyrst sett upp í Nor­ræna hús­inu, en hef­ur síð­an ver­ið sett upp á Ísa­firði, Eg­ils­stöð­um og Ak­ur­eyri.

Er eyðileggingin réttlætanleg?
Leikstjóri Ólafur Sveinsson í vorinu í Berlín. Mynd: Bára Huld Beck

Aðalmyndin heitir Horfinn heimur og er 74 mínútna löng heimildamynd. Á undan henni er sýnd stuttmyndin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hún er eingöngu klippt saman úr ljósmyndum en myndir og tónlist eru eftir Kjartan Sveinsson og hann gerir líka tónlistina við lengri myndina.

Stuttmyndirnar tvær sem eru hluti af ljósmyndasýningunni tengjast báðar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun. Önnur fjallar um Ómar Ragnarsson en hin um Ferðafélagið Augnablik og Ástu Arnardóttur og Ósk Vilhjálmsdóttur, sem stóðu fyrir gönguferðum um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2003–2006.

Langa myndin byggir í raun á gönguferð sem ég fór með þeim og hópi ferðamanna síðsumars 2006, skömmu áður en byrjað var að hleypa vatni á Hálslón,segir Ólafur þar sem við sitjum í vorsól í Berlín, í manngerðu landslaginu, og liggur þá beinast við að spyrja: Hvernig kemur þetta til?

Ég vann lengi sem leiðsögumaður, segir Ólafur og kveðst …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Til hvers, til þess að bræða ál? Nei, eyðileggingin er ekki réttlætanleg.
    0
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Gott viðtal og fullt af fróðleik - eins og myndirnar sem sýndar eru í Bíó Paradís! Mæli hiklaust með þeim.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár