Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Óvænt metsölubók í Rússlandi: Hvernig deyja einræðisstjórnir?

Yf­ir­stétt­in og valdaelít­an í Rússlandi gagn­rýna aldrei Pútín for­seta op­in­ber­lega. En það er for­vitni­legt að frétta hvað þetta lið er að lesa.

Óvænt metsölubók í Rússlandi: Hvernig deyja einræðisstjórnir?
Hver verða endalok Pútins? Mynd: afp

Við innganginn í einni stærstu bókabúðinni í miðborg Moskvu hefur þremur bókum verið stillt sérstaklega upp. Þetta eru helstu metsölubækurnar um þessar mundir og þær sem mest umtal hafa vakið. Ein bókin er um Stalín. Önnur heitir Leið Pútíns og er dásemdaróður um núverandi forseta Rússlands. Og sú þriðja heitir Endalok þriggja evrópskra einræðisstjórna. 

Hún fjallar um hvernig hálf- eða alfasískar ríkisstjórnir Grikklands, Portúgals og Spánar lögðu upp laupana á árunum 1974–1975.

Skiljanlegt er að fyrstnefndu tvær bækurnar séu vinsælar í búðinni í Moskvu. En hvað í ósköpunum veldur því að Rússar kaupi nú í stórum stíl og drekki í sig bók um það hvernig fáeinum fasistastjórnum í Suður-Evrópu var komið frá völdum fyrir rétt tæplega hálfri öld?

Höfundurinn Alexandr Baunov er steinhissa á þessu – og þó ekki.

Skrifað frá Grikklandi

Alexander Baunov:„Það kemur ekki á óvart að bókin hefur vakið reiði meðal áróðursmanna Kremlar-stjórnar. Eitt símafyrirtækið hefur blokkerað SMS með auglýsingum útgefandans, sem er skýrt merki þess að bókin er talin hættuleg. En yfirvöld hafa enga löglega ástæðu til að banna bókina. Það væri meira en lítið skrýtið að amast við bók sem fjallar um þróun frá fasistaríkjum til lýðræðis.“

Baunov er rúmlega fimmtugur. Hann starfaði um tíma í sendiráði Rússlands í Grikklandi og hefur mikil tengsl við Grikkland, skrifað ferðapistla þaðan og svo framvegis. Svo gerðist hann fræðimaður og blaðamaður og hefur skrifað mikið um alþjóðatengsl Rússlands og ýmislegt þar að lútandi. Hann hefur skrifað þrjár bækur, þar á meðal eina um Wikileaks. Baunov skipaði sér ekki í hóp virkra stjórnarandstæðinga í Rússlandi en hefur lagt sig fram við að skrifa heldur ekki sem dyggur þjónn hinnar æ strangari stjórnar Pútíns. 

Frá 2015 starfaði Baunov hjá Moskvudeild hinnar alþjóðlegu Carnegie-rannsóknarstofnunar en hún var lögð niður í fyrra í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Flestir hinir rússnesku sérfræðingar stofnunarinnar eru nú komnir til Berlínar þar sem þeir búa sig undir að taka upp þráðinn við óháðar rannsóknir á alþjóðasamskiptum Rússa síðustu þrjátíu árin.

Lesið milli línanna

En Baunov fór hvergi. Þegar hann missti vinnuna hjá Carnegie-stofnuninni gekk hann í að klára bók sem hann hafði verið með í smíðum í þrjú ár og er sem sagt athugun á því hvernig Grikkir, Portúgalir og Spánverjar losuðu sig við einræðis- og kúgunarstjórnir og komu á lýðræði – og tóku sér stöðu í alþjóðasamfélaginu.

Metsölubókin óvæntaHún hefur ekki verið þýdd á önnur mál en rússnesku – enn þá.

Rússar eru frá fornu fari þaulvanir að lesa milli línanna enda má segja að ritskoðun hafi verið við lýði í landinu alla hina sögu landsins – nema þá æsilegu daga þegar Jeltsín var við sögu. Núna er ekki opinber ritskoðun við lýði í landinu (nema hvað varðar hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu) en allir vita þó að hollast er að skrifa ekki hvað sem er.

Baunov þvertekur fyrir að hann hafi skrifað bókina með rússneskar aðstæður í hug en viðurkennir að hann skilji fullvel hvers vegna fólk hafi áhuga á henni nú. Sá áhugi er mikill. Ekki aðeins hefur þurft að endurprenta bókina þrisvar síðan hún kom út í janúar, heldur hefur hún líka verið mikið til umræðu á spjallsíðum um pólitík og samtímaviðburði.

Kjarnorkuveldi hrynur ekki eins og Hitlers-Þýskaland

Í grein sem birtist í hinu danska Politiken segir Baunov:

„Andstætt mörgum vestrænum bókum um svipuð efni, þá er þessi bók skrifuð af íbúa í einveldi og er líka handa íbúum í einveldi. Þannig eru höfundur og lesendur í sérstöku sambandi, sem jafna má við samsæri, um viðfangsefni.

Mikilvægast er að bókin færir lesendum sínum nýja og blæbrigðaríkari sýn á landið sem þeir búa í. Bæði Rússar og vel upplýstir lesendur í öðrum löndum vita alveg að samlíkingar [um hugsanlegt hrun Pútín-veldis annars vegar og hins vegar] um hrun Þýskalands nasista eða hrun Sovétríkjanna eru villandi. Það er erfitt að ímynda sér að kjarnorkuveldi eins og Rússland gæti hrunið jafn gersamlega og [Hitlers-Þýskaland]. Og Sovétríkin hrundu fyrst og fremst vegna trénaðs efnahagskerfis sem olli því að fólk bak við járntjaldið var farið að skorta mat og neysluvörur.

Valdastéttin er að pæla

En þrátt fyrir stríðsrekstur sinn er Rússland eftir sem áður markaðshagkerfi og neyslusamfélag og hefur ekki lokað landamærum sínum. Þetta þýðir að Rússland líkist meira þeim einræðisríkjum sem ég fjalla um í bók minni. Landamæri þeirra voru líka opin og eignarétturinn friðhelgur, þótt borgurunum væri skipt upp í föðurlandsvini og óvini, fjargviðrast væri út í hin spilltu Vesturlönd og lögð áhersla á þær „sérstöku leiðir“ sem þeirra lönd færu.“

Baunov vekur í greininni athygli á að fyrir fram hafi kannski mátt búast við því að bók hans yrði helst rædd í kreðsum yfirlýstra stjórnarandstæðinga og baráttufólks gegn stríðinu í Úkraínu.

„En það kemur á óvart að bókin er mest rædd meðal fólks í efstu lögum valdakerfis Rússlands,“ segir Baunov enn fremur. Í þeim hópum sé bókin notuð sem afsökun fyrir að ræða hluti eins og ríkisstjórnarskipti, heilsu og dauða einræðisherra, ósigra í nýlendustríði, hvernig á að rjúfa einangrun og já, hrun valdakerfis.“

Einræðisstjórnir reyna að finna sér óvini

Og þótt Baunov þvertaki fyrir að hann hafi skrifað bókina með Pútín eða núverandi ástand í Rússlandi í huga kveðst hann gera sér grein fyrir að ýmislegt í bókinni hljóti að verða til þess að rússneskur lesandi hugsi sitt.

Svo sem eins og þegar sagt er frá því að gríska herforingjastjórnin reyndi að halda sér á lífi og efla stuðning við sig innanlands með hinu klassíska ráði einræðisstjórna að finna sér óvini í útlöndum, og standa fyrir valdaráni á Kýpur er grísku herforingjarnir kváðust líta á sem óaðskiljanlegan hluta Grikklands.

Rétt eins og ... þið vitið.

Eða þegar portúgalska herforingjastjórnin visnar og hrekkur að lokum upp af vegna óvinsæls og grimmilegs nýlendustríðs í Afríku sem portúgalska þjóðin var löngu hætt að sjá nokkurn tilgang í.

Dagblað gefið út fyrir einræðisherra

Og ætli lyftist ekki augabrúnin á Rússum sem lesa um hvernig Salazar, einræðisherra í Portúgal, var að lokum ýtt til hliðar af eigin hirð af því hann réði ekki lengur við landstjórnina vegna hrörnunar og veikinda – en honum var hins vegar talin trú um að hann væri áfram við stjórn og gekk það svo langt að gefið var út handa honum sérstakt dagblað í aðeins einu eintaki með eintómum falsfréttum um gott gengi Portúgals undir dyggri stjórn hins dugmikla Salazars.

„Einræðisherranum var talin trú um að hann væri áfram við völd. Gefið var út dagblað í einu eintaki með eintómum falsfréttum, bara handa honum“

Og frásögnin um Spán – þar sem jafnvel valdastéttin hafði áttað sig á því hvað herforingjastjórn Francos var orðin feyskin og andstyggileg – og uppgötvaði að hún sjálf vildi heldur lýðræði en einræði, og samvinnu á alþjóðavettvangi frekar en einangrun. 

Í lok greinar sinnar í Politiken skrifar Baunov:

„Í einum kafla skrifa ég að pólitísk orka hverfur ekki bara – ekki frekar en önnur orka. Hún tekur bara á sig annað form. Áhugi Rússa á Endalokum einræðisherranna sýnir að sú orka hefur nú fengið nýja útrás.“


Málverkið Guernicaer verk Pablo Picassos og var málað í miðju borgarastríðinu þegar reynt var að sporna við uppgangi fasismans.

Spánn

Francisco Francoréði Spáni með hrottalegum ofsa í áratugi. Fótboltalið hans, Real Madrid, og vaxandi ferðamennska áttu að setja mildan blæ á ógnina.

Fasistinn Francisco Franco hleypti af stað borgarastríði á Spáni 1936 þegar hann hugðist ræna völdum frá vinstrisinnaðri ríkisstjórn. Stríðið varð langt og einstaklega grimmilegt en Franco sigraði að lokum með stuðningi félaga sinna, Hitlers og Mussolinis, og hjásetu Vesturveldanna. Stríðið skildi eftir sig mjög djúp sár og sömuleiðis mjög hrottaleg stjórn Francos næstu áratugi. Honum var þó ekki alvarlega ógnað og dó í friðsæld á sóttarsæng 82 ára árið 1975. Eftir það reyndist enginn vilji né þrek á Spáni til að viðhalda fasismanum og lýðræði var komið á.

António Salazartaldi sig koma á nýrri tegund ríkis sem hann kallaði Estado Novo, Nýríki.

Portúgal

Stjórn Salazarsvar, hvað sem orðagjálfri leið, ekkert annað en harðsvíruð fasista- og ógnarstjórn.

Árið 1932 tók hagfræðingurinn og fjármálaráðherrann António Salazar völdin í Portúgal og ríkti síðan sem einræðisherra til 1968. Hann kvaðst hafna jafnt kommúnisma sem fasisma (og sér í lagi nasisma) en var þó í rauninni bara þjóðernisfasisti og afturhaldsmaður. Mannréttindi voru að engu virt, margir fangelsaðir grunaðir um andstöðu við stjórnina, pyntingar voru alsiða og morð. Eigi að síður tókst Salazar lengi að telja fólki erlendis trú um að stjórn hans væri mild miðað við aðrar fasistastjórnir. Hann var settur frá völdum þegar ljóst var að hann var mjög úr heimi hallur á efri árum. Eftirmaður hans, Caetano, hraktist frá völdum í friðsamlegri byltingu 1975 og dó í útlegð í Brasilíu þar sem þá var herforingjastjórn.

NellikubyltinginÞegar bylting hófst í Portúgal 1974 óttuðust margir að herinn myndi verja fasistastjórnina. Óbreyttir hermenn sýndu þó fljótlega að þeir studdu byltinguna og voru þá skreyttir nellikum sem byltingin dró síðan nafn sitt af.

Grikkland

Miklar róstur voru í stjórnmálalífi Grikklands áratugina eftir síðari heimsstyrjöldina og grimmilegt borgarastríð 1946–1948. Í apríl 1967 stýrðu nokkrir afturhaldssinnaðir herforingjar valdaráni og var yfirlýst markmið þeirra að koma á kyrrð í landinu og hindra valdatöku kommúnista. Bandaríkjamenn stóðu ekki að sjálfu valdaráninu en studdu herforingjana lengi vel eftir á. Konstantín konungur féllst í fyrstu á stjórn herforingjanna en reyndi í desember ’67 að ræna frá þeim völdum og var þá rekinn úr landi. Herforingjastjórnin varð strax alræmd fyrir hroðaleg mannréttindabrot, pyntingar og morð á stjórnarandstæðingum. Árið 1974 var stjórnin rúin öllum stuðningi, innan lands sem utan, og hrökklaðist frá eftir misheppnaða tilraun til að auka vinsældir sínar með því að ná völdum á Kýpur sem leiddi til innrásar Tyrklands. Herforingjarnir voru leiddir fyrir rétt og dæmdir til fangelsisvistar.

Skriðdrekar valdaræningjanna í Grikklandistanda vörð í apríl 1967. Eins og venjulega þurftu aðrir að sópa upp eftir fasistana. Einhverjir munu þurfa að sópa upp eftir Pútín þegar þar að kemur.
Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það vantar bara að minna á þátt Evrópusambandsins (þá Evrópska Efnahagssvæðis) í að leiða þessi lönd í átt til lýðræðis. Í fyrsta lagi var (og er) að vera lýðræði og réttarríki órjúfanleg skilyrði fyrir inngöngu í ESB, valdastéttin þessara landa sem vildu taka þátt í sívaxandi velmegun EES (þá) þurftu að koma upp lýðræði. Í öðru lagi þegar sótt var um inngöngu fengu þessi lönd ómetanlega faglega og fjárhagslega aðstoð til að feta sig í átt til lýðræðis og styðja efnahag þeirra.
    Andúð Putins (sem og margra hægri flokka og populista) á ESB er því mjög skiljanleg.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Flækjusagan

Leynd­ar­dóms­full­ar vatns­birgð­ir Líb­íu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.
Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
Bestu vísbendingar um líf í geimnum fundnar á plánetunni K2-18b
Flækjusagan

Bestu vís­bend­ing­ar um líf í geimn­um fundn­ar á plán­et­unni K2-18b

Vís­inda­menn telja sig hafa fund­ið gas­teg­und­ina dí­metýls­úlfoxíð á plán­etu í 120 ljós­ára fjar­lægð. Á Jörð­inni er sú gas­teg­und að­eins af­urð frá lif­andi ver­um
Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára
Flækjusagan

Risa­vaxn­ir frænd­ur fíla bjuggu nyrst á Græn­landi fyr­ir að­eins tveim millj­ón­um ára

DNA-rann­sókn­ir danskra vís­inda­manna í kaldri eyði­mörk nyrst á Græn­landi skila óvænt­um nið­ur­stöð­um
Var Prígozhin gluggaður? Hvaðan kemur þetta orðalag yfir pólitísk morð?
Flækjusagan

Var Prígozhin glugg­að­ur? Hvað­an kem­ur þetta orða­lag yf­ir póli­tísk morð?

Í gær spurð­ist dauði Prígozhins olíg­arka og mála­liða­for­ingja í Rússlandi. Án þess að far­ið sé nán­ar út í það hafa marg­ir sjálfsagt veitt at­hygli hót­fyndn­um get­gát­um um að Rúss­inn hafi slys­ast til að „detta út um glugga“ þótt all­ir viti nátt­úr­lega að hann dó (ef hann er þá dá­inn!) í flug­vél sem hrap­aði af himn­um of­an. En hvað á þessi...
Hve margir eru myrtir?
Flækjusagan

Hve marg­ir eru myrt­ir?

Morð eru ekki með­al al­geng­ustu dánar­or­saka í heimi hér. En hversu mörg eru þau á hverju ári og hvar er hættu­leg­ast að eiga heima?

Nýtt efni

Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.