Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fullyrti í ræðustóli Alþingis í lok mars að umhverfið á Suðurnesjum væri ógnvænlegt, óbærilegt vegna fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis, einnig að „heimamenn“ væru á götunni vegna fjölda hælisleitenda og að lögreglan hefði misst tökin á landamærunum. Heimildin kannaði staðhæfingar þingmannsins og komst að því að þær standast ekki skoðun og eru byggðar á sögusögnum eða eins og hann segir sjálfur í samtali við Heimildina spurður um fullyrðingar um að „heimafólk“ sé komið á götuna vegna hælisleitenda: „Ég [er] að bergmála það sem mér er sagt og ég geri ráð fyrir að flestir segi sannleikann.“ Hann gat þó ekki nefnt nein dæmi þess að fólk væri komið á götuna.
Rætt um flóttafólk í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Rétt um viku áður en Ásmundur fullyrti að ástandið á Suðurnesjum væri ógnvænlegt og óbærilegt vegna fjölda flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd var …
Athugasemdir (1)