Um þessar mundir eru 117 milljónir flóttafólks í heiminum að sögn Sameinuðu þjóðanna. Aldrei hefur fleira fólk verið á vergangi. Flest fólkið er í fátækustu löndum heims. Fáir komast til Evrópu og enn færri alla leið til Íslands.
Reykjanesbær hefur síðustu ár hlutfallslega tekið á móti og veitt fleira flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem oft er vísað til sem hælisleitenda, þjónustu en flest hinna sveitarfélaganna.
Þann 1. apríl síðastliðinn var hlutfall íbúa þar sem eru með erlent ríkisfang 30,7 prósent. Meðal þeirra eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Sá hópur telur nú 1.098 íbúa í Reykjanesbæ sem er 5 prósent af íbúafjöldanum og af þeim eru 216 börn sem eru 4 prósent af heildarfjölda barna í bænum. 385 eru komin með vernd hjá bænum og fá þar þjónustu. Í þeim hópi eru 89 börn.
Athugasemdir (4)