Stjórnendur Landsbankans vilja ekki gefa upp hver sé nú áætlaður heildarkostnaður við byggingu nýju höfuðstöðvanna í miðbæ Reykjavíkur. Það er þó ljóst að hann verður meiri en 11,8 milljarðar, líkt og ráð var fyrir gert árið 2019.
„Við teljum ótímabært að fjalla um áætlaðan heildarkostnað, þar sem enn á eftir að semja um tiltekin atriði sem geta haft áhrif til hækkunar eða lækkunar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, um hvað nýjar höfuðstöðvar ríkisbankans í miðborginni muni kosta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bankinn telur umfjöllun um kostnaðinn ótímabæra. Nákvæmlega sömu svör fengust við fyrirspurn Kjarnans í fyrra.
Síðast fengust kostnaðaráætlanir upp gefnar í árslok 2019 eða fyrir vel yfir þremur árum. Þá var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 11,8 milljarðar króna, án verðbóta. „Frá því þessi áætlun var gerð hefur byggingarvísitala hækkað um 24,5 prósent,“ útskýrir Rúnar í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Heimildarinnar. „Þá hefur fallið …
Athugasemdir