Hillbilly ræddi við Birgi Snæbjörn Birgisson, sem stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og École des Arts Décoratifs, í Strassborg í Frakklandi. Verk Birgis beinast að pólitískum, samfélagslegum og sögulegum málefnum í okkar samtíma. Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki. Birgir hvíslar á meðan margir öskra. Hið fínlega og hið smáa, því sem næst hvíslandi framsetning Birgis, magnar upp háskerpu skilningarvitanna. Sú einlæga frásögn sem Birgir töfrar fram, knýr áhorfandann til að takast á við gagnrýna hugsun með því að afhjúpa sakleysislegt yfirbragð og alla þá mýkt sem af verkum Birgis stafar.
Gallerí Hillbilly
Í Gallerí Hillbilly sýnir Birgir verk sitt Kapphlaupið. „Verkið er byggt á gamalli fjölskylduljósmynd sem var mér alltaf hálfgerð ráðgáta. Aftan á ljósmyndina hafði verið skrifað, Snæbjörn Þorleifsson fyrstur í mark í víðavangshlaupi. Umræddur Snæbjörn var afi minn í föðurættina. Hann lést áður en ég fæddist þannig að ég kynntist honum aldrei. …
Athugasemdir (1)