Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Birgir hvíslar á meðan aðrir öskra

Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son bein­ir verk­um sín­um að póli­tísk­um, sam­fé­lags­leg­um og sögu­leg­um mál­efn­um í okk­ar sam­tíma. Á listi­leg­an hátt sam­ein­ast næmni og mildi háal­var­legu inn­taki.

Birgir hvíslar á meðan aðrir öskra

Hillbilly ræddi við Birgi Snæbjörn Birgisson, sem stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og École des Arts Décoratifs, í Strassborg í Frakklandi. Verk Birgis beinast að pólitískum, samfélagslegum og sögulegum málefnum í okkar samtíma. Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki. Birgir hvíslar á meðan margir öskra. Hið fínlega og hið smáa, því sem næst hvíslandi framsetning Birgis, magnar upp háskerpu skilningarvitanna. Sú einlæga frásögn sem Birgir töfrar fram, knýr áhorfandann til að takast á við gagnrýna hugsun með því að afhjúpa sakleysislegt yfirbragð og alla þá mýkt sem af verkum Birgis stafar.

Gallerí Hillbilly

Í Gallerí Hillbilly sýnir Birgir verk sitt Kapphlaupið. „Verkið er byggt á gamalli fjölskylduljósmynd sem var mér alltaf hálfgerð ráðgáta. Aftan á ljósmyndina hafði verið skrifað, Snæbjörn Þorleifsson fyrstur í mark í víðavangshlaupi. Umræddur Snæbjörn var afi minn í föðurættina. Hann lést áður en ég fæddist þannig að ég kynntist honum aldrei. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Það er mjög mikilvægt að birta myndir m svona grein.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár