Í febrúar 2021 fór Róbert Wessman í viðtal við Kastljósið á RÚV og ræddi möguleika Alvotech, fyrirtækis sem framleiðir líftæknihliðstæður og hann fer fyrir. Í viðtalinu sagði Róbert frá því að Alvotech hefði sent inn til skráningar í Bandaríkjunum hliðstæðu líftæknigigtarlyfsins Humira, sem er mest selda lyf í heimi. Lyfið, AVT02, yrði framleitt í verksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni og samkvæmt Róberti stefndi í að útflutningstekjur Alvotech myndu nema um 20 prósent vergrar landsframleiðslu Íslands í ekki svo fjarlægri framtíð.
Verg landsframleiðsla á Íslandi í fyrra var áætluð 3.766 milljarðar króna. Ef spá Róberts myndi ganga eftir ættu útflutningstekjurnar sem Alvotech gætu skapað því að nema um 750 milljörðum króna á ári 2026-2027. Þá mætti búast við að Alvotech myndi skila 15-20 milljörðum króna í skatta og skyldur á Íslandi. Í raun yrði Alvotech, ein og sér, ný stoð undir íslenskan efnahag.
Athugasemdir