Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það sem þótti „mjög ólíklegt“ gerðist og 160 milljarðar þurrkuðust út

Al­votech ætl­aði sér að verða ný stoð und­ir ís­lenskt efna­hags­líf og að út­flutn­ings­tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins yrðu um fimmt­ung­ur af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu Ís­lands. Til þess að ná því mark­miði þurfti Al­votech að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir hlið­stæðu mest selda lyfs Banda­ríkj­anna þar í landi. Því var synj­að, að minnsta kosti tíma­bund­ið, 13. apríl síð­ast­lið­inn. Frá þeim tíma hef­ur virði Al­votech hríð­fall­ið og mik­il óvissa rík­ir um fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins.

Í febrúar 2021 fór Róbert Wessman í viðtal við Kastljósið á RÚV og ræddi möguleika Alvotech, fyrirtækis sem framleiðir líftæknihliðstæður og hann fer fyrir. Í viðtalinu sagði Róbert frá því að Alvotech hefði sent inn til skráningar í Bandaríkjunum hliðstæðu líftæknigigtarlyfsins Humira, sem er mest selda lyf í heimi. Lyfið, AVT02, yrði framleitt í verksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni og samkvæmt Róberti stefndi í að útflutningstekjur Alvotech myndu nema um 20 prósent vergrar landsframleiðslu Íslands í ekki svo fjarlægri framtíð.

Verg landsframleiðsla á Íslandi í fyrra var áætluð 3.766 milljarðar króna. Ef spá Róberts myndi ganga eftir ættu útflutningstekjurnar sem Alvotech gætu skapað því að nema um 750 milljörðum króna á ári 2026-2027. Þá mætti búast við að Alvotech myndi skila 15-20 milljörðum króna í skatta og skyldur á Íslandi. Í raun yrði Alvotech, ein og sér, ný stoð undir íslenskan efnahag. 

Töldu sig vera með forskot …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár