Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Þegar Stefan Bandera dó

Vla­dimír Pút­in, for­seti Rúss­lands, og stuðn­ings­menn hans hafa oft nefnt Stef­an Band­era til merk­is um að Úkraínu­menn séu upp til hópa nas­ist­ar hinir mestu. Ill­ugi Jök­uls­son tók að skoða Band­era og byrj­aði að sjálf­sögðu á dul­ar­fullu and­láti hans.

Þegar Stefan Bandera dó
Dánargríma Stefans Bandera Úkraínskir þjóðernissinnar hafa sumir nafn hans enn í hávegum. En myndir frá ofsóknum gegn Gyðingum í Lvov í júlí 1941 vilja ekki mást úr minni annarra. Mynd: Samsett / Heimildin

Það var laust upp úr hádegi á sólríkum og hlýjum haustdegi í München árið 1959 að kona nokkur lá úti á suðursvölum íbúðar á fjórðu hæð hússins númer 7 við Kreittmayrstraße. Þetta var í hverfinu Neuhausen þar sem aðallega bjuggu þokkalega stæðir iðnaðar- og verkamenn en einnig skrifstofufólk og slæðingur af menntamönnum.

Nú heyrði konan að bíl var ekið inn í portið sem svalirnar sneru út að. Hún þóttist þekkja vélarhljóðið og síðan skell í bílhurð og þegar hún leit út af svölunum sá hún að bíll eiginmanns hennar var kominn inn í portið. Hún sá ofan á höfuðið á manninum sínum hverfa inn í húsið. Líklega var hann kominn heim í mat, þótt það hafi ekki staðið til þennan daginn, og konan gekk því inn í íbúðina og fram í eldhús og hugðist hafa eitthvað til.

Niðri á annarri hæð hússins við Kreittmayrstraße voru hjónin Melach og Chaja Gamse nýbúin að snæða hádegisverð. Þá heyrðu þau skyndilega mikla skruðninga og einhvers konar hljóð úr mannsbarka utan af stigaganginum. Þegar Melach opnaði dyrnar blasti hræðileg sjón við. Nágranni Gamse-hjónanna ofan af fjórðu hæð, maður um fimmtugt sem þau þekktu sem Stefan Popel, hafði greinilega verið á leið upp til sín en hnotið í stiganum og lá nú með höfuðið upp við vegg á stigapallinum milli íbúðar Gamse-hjónanna og Winklmann-hjónanna sem bjuggu á móti.

Hví var hann með byssu?

Magdalena Winklmann var líka mætt á vettvang og þau Melach Gamse tóku að stumra yfir föllnum nágranna sínum. Það blæddi lítillega úr nefi hans og munni og hann reyndi ákaft að ná andanum. Gamse fór inn til að hringja í sjúkrabíl en Magdalena Winklmann hrópaði ákaflega upp á fjórðu hæð og kona Popels, Iaroslava, kom brátt þjótandi alveg í öngum sínum. Maður hennar reyndi að segja eitthvað en kom ekki upp orði fyrir andþrengslum.

Eina hljóðið sem þau skildu var: „Úí, úí ...“ — langt og sársaukafullt.

Meðan Gamse-hjónin og Magdalena Winklmann voru að stumra yfir Popel, sem sífellt dró af, fundu þau af honum daufa möndlulykt og svo urðu þau steinhissa að sjá að hann var með skammbyssu í byssuslíðri undir jakka sínum. Þau höfðu ekki vitað annað en hinn vinalegi nágranni þeirra væri friðsemdarmaður.

Nú kom sjúkrabíll til að flytja Stefan Popel á spítala en á leiðinni þangað lést hann. 

Frelsishetja Úkraínumanna?

Stefan Bandera skömmu fyrir dauða sinn í MünchenEnginn vafi er á því að Bandera studdi Hitler í upphafi seinni heimsstyrjaldar og menn hans stunduðu grimmilegar ofsóknir gegn Gyðingum, Pólverjum og fleirum. En Bandera sat sjálfur í fangabúðum Þjóðverja stóran hluta stríðsins og tveir bræður hans dóu í Auschwitz.

Gamse- og Winklmann-hjónunum kom á óvart hve skyndilegur dauði nágranna þeirra vakti mikla athygli. Brátt var allt morandi í lögreglumönnum í húsinu við Kreittmaystraße og yfirheyrðu alla íbúa hússins í þaula. Dularfullir ábúðarfullir menn í svörtum frökkum voru líka á sveimi, og daginn eftir birtust blaðamenn með ótal spurningar um líf og dauða Stefans Popels þarna í húsinu.

Það voru fréttir í blöðunum sem að lokum upplýstu nágranna Popel-hjónanna um það hver Stefan var í raun og veru. Þó voru blöðin einkennilega ósammála um leið. Hann hét greinilega Bandera, sá látni, ekki Popel, og sum blöðin kölluðu hann „frelsishetju Úkraínumanna“ en önnur ótíndan nasista og jafnvel ábyrgan fyrir fjöldamorðum í seinni heimsstyrjöldinni, ekki síst á Gyðingum.

Dánarorsök verður ljós

Gamse- og Winklmann-hjónunum hnykkti illa við slíkar fréttir. Þau voru Gyðingar og höfðu aldrei fundið fyrir neinum fjandskap af hálfu nágranna síns, hvorki út af því né nokkru öðru. Þau reyndu að spyrja Iaroslövu, konu Popels, nei Bandera, en hún var ekki mönnum sinnandi eftir svo snögglegt fráfall eiginmannsins og ansaði fáu.

Ekki minnkaði leyndardómurinn um Bandera þegar hann hafði verið krufinn og í ljós kom að stór skammtur af blásýru hafði orðið honum að bana.

Hafði hann verið myrtur? Nóg reyndist hann eiga af óvinum. Í blöðunum birtust nú fréttir af samtökum útlægra Úkraínumanna sem Stefan Bandera hafði bersýnilega stýrt frá München og undirmenn hans skófu ekki utan af því í viðtölum við blöðin. Sovétstjórnin hafði margoft gert tilraun til að ráða hinn ötula andstæðing sinn Stefan Bandera af dögum, sögðu þeir.

Hafði það nú loksins tekist?

Kreittmayrstraße 71) Planið í portinu þar sem Bandera lagði bíl sínum og hugðist síðan fara upp í íbúð sína með vínber, plómur og tómata. 2) Hér lá Iaroslava í sólbaði. 3) Hér bjuggu Gamse-hjónin.

Var eitur í eplinu?

Sú skýring virtist vissulega liggja beint við en þó var erfiðleikum bundið að koma henni heim og saman. Því hvernig hafði tilræðismönnum tekist að koma blásýrunni í líkama Bandera?

Rannsókn lögreglunnar í München leiddi í ljós að fyrir hádegi þennan fimmtudag 15. október hafði Bandera verið á skrifstofum þeirra úkraínsku samtaka sem hann stýrði og þar hafði ekkert sérstakt borið til tíðinda. Á leiðinni heim í hádeginu hafði hann komið við í söluvagni við Zeppelin-straße og keypt vínber, plómur og tómata, auk þess sem hann gæddi sér þar á safaríku epli, en lögreglan afskrifaði þá hugmynd að eitur hefði verið í eplinu. Blásýra er svo skjótvirkt eitur að hann hefði engan veginn komist þaðan alla leið heim til Kreittmayrstraße áður en hún færi að verka. Raunar virtist augljóst að eitrið hefði ekki komið inn fyrir varir hans fyrr en örfáum andartökum áður en Game- og Winklmann-fjölskyldurnar heyrðu skruðninga og hálfkæft óp utan af stigaganginum á annarri hæð.

Engin merki um mannaferðir

Engin merki voru um aðrar mannaferðir í húsinu, né nokkuð sem benti til að Bandera hefði verið þvingaður til að taka eitrið í einhverju formi.

Því varð niðurstaða réttarrannsóknar lögreglunnar sú að Stefan Popel, 50 ára Úkraínumaður, réttu nafni Stefan Bandera, hlyti að hafa framið sjálfsmorð með því að gleypa blásýrupillu á stigaganginum.

Iaroslava Bandera Það er til marks um hve skiptar skoðanir eru um hvaðeina sem lýtur að Bandera að heimildir greinir mjög á um heimilislíf Bandera-hjónanna og þriggja barna þeirra. Ýmist er hann sagður hafa verið ástríkur faðir og eiginmaður eða ofbeldishrotti og kúgari. Eftir lát hans hélt Iaroslava áfram að starfa fyrir samtök útlægra Úkraínumanna en fluttist til Kanada þar sem hún lést 1977.

Bæði fjölskylda Bandera og hjálparmenn hans í samtökum Úkraínumanna töldu þessa skýringu fráleita. Bandera hefði aldrei látið sér til hugar koma að svipta sig lífi. Ekki kæmi annað til mála en útsendarar Sovétríkjanna hefðu myrt hann, hvernig svo sem þeir hefðu farið að því á þeim stutta tíma sem leið frá því Iaroslava kona hans missti sjónar á honum hverfa inn í húsið og þar til hann var kominn upp á stigaganginn á annarri hæð.

Nasisti í ríkisstjórn Vestur-Þýskalands

Sovétmenn höfnuðu allri aðild að málinu. Þeir létu hafa eftir sér að líklega hefði Theodor Oberländer, flóttamannaráðherra í ríkisstjórn Vestur-Þýskalands, látið drepa Bandera. Oberländer var ákafur nasisti og fyrrverandi embættismaður Þriðja ríkis Hitlers sem Konrad Adenauer kanslari hélt lengi hlífiskildi yfir af því það hentaði honum pólitískt. Haustið 1959 lá Oberländer undir ásökunum um að hafa tekið þátt í ægilegum fjöldamorðum á Gyðingum í borginni Lvov sumarið 1941 og nú héldu Sovétmenn því fram að hann hefði látið fyrirkoma Bandera til að hann kæmi ekki upp um sinn þátt í málinu. Samtök Bandera vissu allt um þau fjöldamorð því margir úkraínskir þjóðernisofstopamenn sem tóku þátt í Gyðingamorðunum voru félagsmenn hans.

Barist af heift og alvöru

En þótt engum blandaðist hugur um að Oberländer hefði verið ákafur nasisti og Gyðingahatari varð aðild hans að fjöldamorðunum ekki sönnuð og þaðan af síður að hann hefði á nokkurn hátt komið nálægt andláti Stefans Bandera.

Núnú — þarna virðist vera komin ein neðanmálsgreinanna úr sögu kalda stríðsins en þær eru vissulega fleiri en margir ætla. Í hálfan annan áratug eftir lok seinni heimsstyrjaldar héldu andstæðingar Sovétstjórnarinnar til dæmis úti skæruhernaði bæði í Eystrasaltsríkjum og Úkraínu og þar létu margir lífið þótt allt sé það meira og minna gleymt nú hér í vestrinu. Samtök Bandera komu þar einmitt við sögu og börðust af djúpri alvöru og heift.

En síðustu árin hefur áhugi á Bandera aukist vegna þess að hann hefur upp á síðkastið fengið nýtt hlutverk í mannkynssögunni. Eftir að Úkraína varð sjálfstæð 1991 varð hann lengi vel tákn um frelsis- og sjálfstæðisþrá Úkraínumanna andspænis kúgunarstjórn rússneskra kommúnista.

Stuðningsmaður Hitlers

Einmitt það hlutverk Bandera olli því svo að hann hefur síðustu árin leikið mjög á tungu þeirra sem vilja veg Úkraínumanna hinn versta. Þar á meðal hefur Vladimír Pútín oft nefnt Stefan Bandera og aðdáendur hans til sögunnar þegar hann vill sanna að Úkraínumenn séu upp til hópa nasistar og verstu þrjótar og nauðsynlegt að skipta um stjórn í landinu.

Og það er laukrétt hjá Pútín og Pútínistum að Stefan Bandera var stuðningsmaður ríkisstjórnar Hitlers í Þýskalandi, Gyðingahatari og átti sinn þátt — bæði beint og ekki síður óbeint — í skelfilegum fjöldamorðum í síðari heimsstyrjöld, aðallega á Gyðingum og Pólverjum. Og það er líka rétt að sum stjórnvöld og jafnvel hluti almennings í Úkraínu litu lengi vel framhjá glæpum Bandera er þau einblíndu á atorku hans og eldmóð í baráttu fyrir lausn Úkraínumanna undan kúgun Kremlarvaldsins.

Beitt fyrir stríðsvagn Pútíns

En hvað gerði og sagði Bandera í raun og veru? Og hvert er orðspor hans í Úkraínu nú á dögum eftir að Pútín hefur beitt honum nauðugum og steindauðum fyrir stríðsvagn sinn? Og úr því Bandera var stuðningsmaður Hitlers, af hverju eyddi hann lunganu úr seinni heimsstyrjöld í þýskum fangabúðum?

Frá þessu öllu saman segir í flækjusögunni í næstu viku, og þá verður líka svarað þeirri grundvallarspurningu:

Hvað gerðist eiginlega í stigaganginum á Kreittmayrstraße 7 í hádeginu þennan umrædda fimmtudag haustið 1959?

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Flækjusagan

Leynd­ar­dóms­full­ar vatns­birgð­ir Líb­íu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.
Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
Bestu vísbendingar um líf í geimnum fundnar á plánetunni K2-18b
Flækjusagan

Bestu vís­bend­ing­ar um líf í geimn­um fundn­ar á plán­et­unni K2-18b

Vís­inda­menn telja sig hafa fund­ið gas­teg­und­ina dí­metýls­úlfoxíð á plán­etu í 120 ljós­ára fjar­lægð. Á Jörð­inni er sú gas­teg­und að­eins af­urð frá lif­andi ver­um
Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára
Flækjusagan

Risa­vaxn­ir frænd­ur fíla bjuggu nyrst á Græn­landi fyr­ir að­eins tveim millj­ón­um ára

DNA-rann­sókn­ir danskra vís­inda­manna í kaldri eyði­mörk nyrst á Græn­landi skila óvænt­um nið­ur­stöð­um
Var Prígozhin gluggaður? Hvaðan kemur þetta orðalag yfir pólitísk morð?
Flækjusagan

Var Prígozhin glugg­að­ur? Hvað­an kem­ur þetta orða­lag yf­ir póli­tísk morð?

Í gær spurð­ist dauði Prígozhins olíg­arka og mála­liða­for­ingja í Rússlandi. Án þess að far­ið sé nán­ar út í það hafa marg­ir sjálfsagt veitt at­hygli hót­fyndn­um get­gát­um um að Rúss­inn hafi slys­ast til að „detta út um glugga“ þótt all­ir viti nátt­úr­lega að hann dó (ef hann er þá dá­inn!) í flug­vél sem hrap­aði af himn­um of­an. En hvað á þessi...
Hve margir eru myrtir?
Flækjusagan

Hve marg­ir eru myrt­ir?

Morð eru ekki með­al al­geng­ustu dánar­or­saka í heimi hér. En hversu mörg eru þau á hverju ári og hvar er hættu­leg­ast að eiga heima?

Nýtt efni

Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.