Bókin Bóksalinn í Kabúl vakti heimsathygli en við undirbúning hennar dvaldi Åsne á heimili hans í fjóra mánuði. Í bókinni Einn af okkur segir hún söguna af norska hryðjuverkamanninum Breivik og fórnarlömbum hans. Nýverið gaf hún út bókina Afganir. Þar fylgir hún annars vegar eftir talíbönskum leiðtoga, ungum nemanda sem missti alla von, og hins vegar femínískum aktívista, fyrsta árið eftir að talíbanar náðu aftur völdum þar í landi.
„Áhugavert,“ er fyrsta orðið sem hún notar aðspurð um hvernig það hafi verið að fylgja eftir talíbönskum leiðtoga. „Ekki síst vegna þess að við eigum svo lítið sameiginlegt. Hann er leiðtogi talíbana, á þrjár eiginkonur og urmul af börnum sem fara ekki í skóla. „Ef þú hefðir komið hingað í fyrra hefði ég rænt þér til að fá peninga,“ sagði hann við mig og meinti það. Hann var mjög hreinskilinn og útskýrði vel hvernig hann vinnur fyrir talíbana. En svo sérðu …
Athugasemdir (3)