Allt sem við misstum í eldinum er smásagnasafn eftir Mariönu Enriquez, þar sem sögur um hryllilega atburði þróast yfir í hreinræktaðar hryllingssögur, saumaðar saman úr goðsögum og blóðugri sögu Argentínu. Þegar ég heyri í Mariönu á heimili hennar í Buenos Aires spyr ég hana fyrst um tilvitnun í Wuthering Heights eftir Emily Brönte í upphafi, þar sem hún óskar sér að verða stúlkubarn á ný, hálfvillt og hörð – og frjáls. Er villimennskan kannski lykillinn að frelsinu?
„Margar sögurnar eru um unglingsstelpur, það er enn ákveðið frelsi í líkömum þeirra sem er oft truflað. Frelsið er gott en það þýðir oft eitthvað villt og brjálað. Og ég held að Emily Brönte hafi verið dálítið svoleiðis. Það er ákveðið frelsi sem kemur með þessum breytingum á líkamanum, þú ert á einhverjum mærum.“
Þetta tengist vafalaust hinum starfanum hennar, en hún starfaði lengi sem tónlistarblaðamaður. „Ég geri það ekki lengur, ég er …
Athugasemdir