„Við í þessum sal erum í stjórnmálum til að hafa áhrif,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi um liðna helgi. Þar stappaði hún stálinu í flokksfélaga sína sem kannski voru misupplitsdjarfir í ljósi nýjustu fylgiskannana og nýsamþykkts útlendingafrumvarps.
„Þegar á móti blæs og við sitjum undir árásum þá er ágætt að hafa það hugfast að okkar andstæðingar hafa sína agendu. Þau vilja auðvitað komast í ríkisstjórn, gera sín eigin stefnumál að veruleika. En ekki hvað? Um það snúast stjórnmál, og þess vegna eru orðaskiptin ekkert alltaf málefnaleg. Þess vegna er ýmsu haldið fram sem er hreinlega ekki satt. Vegna þess að það er barist um þessi völd og það er barist harkalega um þau. Og það eru bara ansi margir sem vilja ekki að við höfum þessi völd. Það er sannleikurinn sem við stöndum frammi fyrir. Það er okkar að berjast fyrir því …
Ég er allavega ekki á leið úr flokknum.
Það er skemmst frá að segja, að áhrif VG í þremur ríkisstjórnum eru engin, hvort heldur litið er til væntinga þeirrar Vinstrihreyfingar græns framboðs, sem stofnuð var um síðustu aldamót og er allt annar flokkur en VG dagsins í dag, eða pólitískra áhrifa yfirleitt. Það hefur hvarflað að mér í fullri alvöru, að Steingríms- og flokkseigendaarmur VG hafi aldrei haft í hyggju við stofnum flokksins að byggja upp samtök vinstrisósíalista og róttækra verkalýðssinna; með öðrum orðum, að Steingrímur, Álfheiður og kvennalistafraukurnar sem þau höfðu með sér á vettvang hafi komið til leiks undir fölsku flaggi, - að þeirra auðvirðilega hugsjón hafi ekki náð lengra en að koma sér upp borgaralegum stjórnmálaflokki fyrir sig og sína, einhverskonar einkavæddum, hægrisinnuðum framsóknarflokki, sem væri eftirsóknarverður til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og auðvaldið við rúllettuborð kapítalismans.