Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég er óléttur“

Stuttu áð­ur en Henry Steinn Leifs­son átti að hefja kyn­leið­rétt­ing­ar­ferli, átján ára gam­all, tók líf­ið óvænta stefnu, þeg­ar hann komst að því að hann bar barn und­ir belti. Hann seg­ir hér frá með­göng­unni og lífi ein­stæðs föð­ur, djúp­inu og létt­in­um sem fylg­ir því að vita hver hann er.

„Ég er óléttur“

Nokkru áður en Henrý Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli sagði hann systkinum sínum að hann þyrfti að segja þeim nokkuð sem þau hefðu sennilega aldrei heyrt áður og myndu líklega ekki heyra aftur: „Ég er óléttur.“ Eftir fæðinguna ákvað hann að gefa líkamanum tíma til að jafna sig en hóf ferlið þegar dóttir hans var eins árs gömul. Honum hefur aldrei liðið betur, þótt lífið sé ekki einn dans á rósum.

Sex grunnskólar

Henrý Steinn fæddist á Akureyri og ólst upp hjá móður sinni á Norðurlandi.  Hann á fjögur systkini sem eru sammæðra. Mikið rót var á fjölskyldunni, en fram að unglingsárum heimsótti hann föður sinn aðra hverja helgi: „Ég var í sex grunnskólum,“ segir hann í gegnum tölvuskjá, enda staddur fyrir norðan. „Það var pínu fúlt að ég þurfti stundum að taka námsefnið aftur ef ég þurfti að fara í nýjan skóla á miðju skólaári. Ég man …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu