Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila heldur áfram að dragast saman

Í fyrsta sinn síð­an 2013 hef­ur það gerst að kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur dreg­ist sam­an þrjá árs­fjórð­unga í röð. Það þýð­ir að heim­il­in fá minna fyr­ir krón­urn­ar sem þau hafa til ráð­stöf­un­ar í hverj­um mán­uði. Vaxta­gjöld heim­ila juk­ust um 35,5 pró­sent í fyrra.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila heldur áfram að dragast saman
Heldur um veskið Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenskra heimila dróst saman á síðasta ári um 1,7 prósent. Það er í fyrsta sinn síðan 2012 sem hann dregst saman innan árs, en þá var samdrátturinn mun minni eða 0,3 prósent. Það þarf að leita aftur til ársins 2010 til að finna meiri samdrátt í kaupmætti ráðstöfunartekna heimila en var í fyrra. Það ár var hann heil 12,1 prósent. 

Alls hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna nú dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð. Það hefur ekki gerst á Íslandi síðan um í lok árs 2012 og byrjun árs 2013. 

Ráð­stöf­un­ar­tekjur eru þeir pen­ingar sem standa eftir þegar búið er að draga skatta og önnur gjöld frá launum við­kom­andi og kaup­máttur þeirra lýsir því hvað hver getur keypt fyrir þær tekj­ur. Þegar kaup­mátt­ur­inn dregst saman þá getur við­kom­andi keypt minna fyrir krón­urnar sem hann hefur til ráð­stöf­unar í hverjum mán­uð­i. 

Vert er að …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurveig Eysteins skrifaði
    Og ráðstöfunartekjur útgerða hækka um milljarða og hafa gert síðustu ár ... og hvað er ríkisstjórnin að gera ... EKKERT... Og það nýjasta er að við sem tjáum okkur á netinu eru bara að þessu til að fá "like"... nýjasta frá Katrínu....🥴
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár