Kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenskra heimila dróst saman á síðasta ári um 1,7 prósent. Það er í fyrsta sinn síðan 2012 sem hann dregst saman innan árs, en þá var samdrátturinn mun minni eða 0,3 prósent. Það þarf að leita aftur til ársins 2010 til að finna meiri samdrátt í kaupmætti ráðstöfunartekna heimila en var í fyrra. Það ár var hann heil 12,1 prósent.
Alls hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna nú dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð. Það hefur ekki gerst á Íslandi síðan um í lok árs 2012 og byrjun árs 2013.
Ráðstöfunartekjur eru þeir peningar sem standa eftir þegar búið er að draga skatta og önnur gjöld frá launum viðkomandi og kaupmáttur þeirra lýsir því hvað hver getur keypt fyrir þær tekjur. Þegar kaupmátturinn dregst saman þá getur viðkomandi keypt minna fyrir krónurnar sem hann hefur til ráðstöfunar í hverjum mánuði.
Vert er að …
Athugasemdir (1)