Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ef það hallar á einhvern kynþátt í þessari uppfærslu hallar á Ameríkana“

Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir, óperu­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar, vís­ar gagn­rýni um „yellow face“ í upp­færslu óper­unn­ar á Madama Butterfly á bug. Það hvað telj­ist „yellow face“, þeg­ar hvítt fólk ein­fald­ar og klæð­ir sig í klæði ann­ars kyn­þátt­ar, sé alltaf hug­lægt og nán­ast ómögu­legt að finna sam­nefn­ara.

„Ef það hallar á einhvern kynþátt í þessari uppfærslu hallar á Ameríkana“
Vísar gagnrýni á bug Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri íslensku óperunnar, vísar gagnrýni um að notast sé við „yellow face“ í uppfærslu óperunnar á Madama Butterfly, á bug en segir jafnframt alla umræðu vera til hins góða. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ef það hallar á einhvern kynþátt í þessari uppfærslu þá er það Ameríkanar, sem eru þarna grunnhyggnir og sjálfumglaðir og gera það sem þeim sýnist,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, um gagnrýni á uppfærslu óperunnar á Madama Butterfly. „Sympatían er öll með aðalpersónunni sem er þessi japanska unga stúlka,“ bætir hún við og útskýrir svo að menningu Japan sé haldið í heiðri í sýningunni. „Eins mikið og Puccini,“ höfundur verksins, „er fær um af því að hann hafði nú aldrei komið til Japan sjálfur, blessaður.“

Síðustu daga hafa einstaklingar af asískum uppruna, búsettir á Íslandi, gagrýnt uppfærsluna, sagt hana ýta undir „skaðlegar og hættulegar staðalímyndir“, eins og Daniel Roh, kóresk-bandarískur maður búsettur á Íslandi, orðar það í aðsendri grein á Vísi. Hann segir leikara í uppfærslunni klæðast „yellow face“ með augabrúnir sem vísa upp á við, mjó yfirvaraskegg og svartar hárkollur. Laura Liu, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er af kínversk-bandarískum uppruna, sakar aðstandendur uppfærslunnar einnig um að notast við „yellow face“ með því að klæða sig í annan kynþátt í formi búninga. „Það kallast að afmanneskjuvæða fólk. Gerið betur,“ skrifar Laura í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Steinunn, sem er í forsvari fyrir sýninguna sem óperustjóri, segir að gagnrýnin hafi verið „fyrirséð“ og sé af hinu góða. Sjálf hafi hún lagt skýrar línur frá upphafi um að ekki yrði notast við yellow face í uppfærslunni. „Það er ekki notað í sýningunni. Það er engum andlitum breytt úr íslenskum í japönsk með farða.“ Hún segir „útlit Japana“ hafa verið túlkað með búningum og hárkollum.

En með yellow face er verið að vísa í annað og meira en farða og hárkollur. Það er verið að vísa til þess að þarna sé verið að klæða fólk í annan kynþátt með búningum.

„Akkúrat, en það er samt þrönga skilgreining leikhússins á yellow face. Fyrir 30 árum, þegar sýningin var fyrst sett upp, voru skásett augu og hvítur farði. Við fórum ekki þá leið.“

Síðan vísar hún gagnrýni þeirra Lauru og Daniel á bug. „Það var ein fyrsta línan sem ég lagði upp með, að það yrði ekki yellow face í sýningunni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem við notum.“

Er það ykkar skilgreining sem skiptir mestu máli ef fólk af asískum uppruna er að benda á þetta?

„Já.“

Heldur þú að það geti ekki skilgreint það betur en hvítt leikhúsfólk á Íslandi?

„Þetta er svo ofboðslega huglægt. Ef við erum að segja sögu sem er að gerast í Japan fyrir hundrað árum þá verður það að vera trúverðugt að fólkið sé í Japan.“ 

Hennar afstaða og annarra sem komu að sýningunni hafi verið sú að „flytja verkið eins og höfundur samdi það“. Þótt mikið sé um það í leikhúsum um þessar mundir að aðlaga verk nútíma gildismati sé hennar afstaða þessi: „Mér finnst rosalega mikilvægt að við lærum af fortíðinni en ritskoðum hana ekki eða dauðhreinsum.“

Eitthvað telur hún þá sem komu að uppfærslunni „vera að gera rétt“ vegna þess að óperan hafi aldrei „fengið betri dóma fyrir neina sýningu“. „Gagnrýnandi sem skrifaði lofsamlega um sýninguna er sjálfur af asískum ættum og sá ekkert athugavert við uppfærsluna,“ segir hún. 

„Ég held að við getum ekki einu sinni reynt að geðjast öllum“
Steinunn Birna

Aðspurð að því hvort það standi til að bregðast við gagnrýninni, segir hún: „Þetta er okkar heildsteypta uppfærsla af þessari óperu. Mér þykir leitt ef framsetningin eða eitthvað í þessari uppfærslu kemur illa við einhvern, en kannski er það bara óhjákvæmilegt í leikhúsinu.“

Er það óhjákvæmilegt?

„Já, nekt truflar til dæmis suma en aðra ekki. Þetta er eðli þessa listforms og leikhússins almennt að fólk upplifir það rosalega ólíkt. Ég held að við getum ekki einu sinni reynt að geðjast öllum. Við getum bara haft virðingu að leiðarljósi.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hvað er list og hvað er listrænt?

    Því miður fannst mér öll tilsvör óperustjórans bera vott um ótrúlegan hroka. Hvað veit hún um það hvað er listrænt og hvað ekki? Hún veit það ekki frekar en nokkur annar.

    Til þessa hefur enginn heimspekingur getað skilgreint hvað list er svo það sé almennt viðurkennt nema í litlum hópum fólks og það þjóni hagsmunum fólks í slíkum hópi.

    Það er nefnilega algjörlega einstaklingsbundið hvað hverjum og einum finnst. Síðan er allt mat á fegurð og gæðum þessa leikhúsverk metið eftir mælikvarða handverksins. Það sama á við um tónmenntir í verkinu sem mér finnst á köflum falleg.

    En hitt er síðan rétt hjá stjóranum, að þetta leikverk sýnir auðvitað vel hvernig herveldin koma fram við flestar þjóðir sem eru minnimáttar hvað hervald snertir. Það hefði auðvitað mátt leggja áherslu á það atriði
    0
  • Páll Pálsson skrifaði
    Eru òperusjòrar à íslandi òmentađur skríl sem ekki skilur neit í neinu ....
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Síðast þegar ég vissi, voru Ameríkanar ekki kynþáttur heldur landsmenn Norður Ameríku.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár