Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er hreinlega vegið að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, sá ráð­herra sem fer með mál­efni fjöl­miðla, seg­ir að Ís­lend­ing­ar séu á „rauðu ljósi“ hvað starfs­um­hverfi þeirra varð­ar. Veg­ið sé að tján­ing­ar­frelsi þeirra og tel­ur hún að stað­an sé óá­sætt­an­leg.

„Það er hreinlega vegið að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag“
Tekjumódel íslenskra fjölmiðla gengur ekki upp Menningar- og viðskiptaráðherra segir að tekjumódel íslenskra fjölmiðla gangi hreinlega ekki upp. „Það er ekki áskorun sem aðeins við hér á landi erum að fást við heldur um heim allan. Okkur ber skylda til þess að stuðla að því að starfsumhverfi fjölmiðla hér á Íslandi verði sjálfbært.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Íslendingar eru á „rauðu ljósi“ hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla, samkvæmt menningar- og viðskiptaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Hún segir að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag og sú staða sem uppi er í samanburði við fjölmiðla á Norðurlöndunum sé óásættanleg.

Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðlafrelsi á Alþingi í dag. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var málshefjandi umræðunnar og var ráðherrann til andsvara. 

Í fámennu landi er erfitt að treysta á sölu blaða

Jódís sagði í fyrri ræðu sinni að frjálsir fjölmiðlar væru hornsteinn lýðræðisins, fjórða valdið. Þeir veittu þingmönnum nauðsynlegt aðhald og drægju athyglina að þeim málefnum sem brýnust væru hverju sinni.

„Fjölmiðlar eru allt í senn helsti farvegur og vettvangur samfélagslegrar umræðu. Því ber stjórnvöldum að verja sjálfstæði þeirra og ritstjórnarlegt frelsi í hvívetna. Þetta á við í stóru og smáu. Þannig geta fjölmiðlar ljáð þeim rödd sem minnst mega sín, vakið athygli á því sem miður fer og haldið okkur öllum ábyrgum fyrir orðum okkar og gjörðum og á það treystum við. Til þess þarf fjárhagsstaða þeirra að vera trygg en án fjármagns er erfitt að halda úti starfseminni og í fámennu landi er erfitt að treysta á sölu blaða. Þetta er kunnuglegt stef,“ sagði hún.

Pólarísering í umræðunniJódís bendir á að um allan heim eigi sér stað mikil pólarísering og skautun í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum.

Jódís vildi halda á lofti stöðu héraðsmiðlanna. Þeir væru oftar en ekki í miklu návígi við ákvarðanir sem varða hag alls almennings og náttúru landsins. „Hér má til dæmis nefna áform um vindmyllur og sjókvíaeldi. Við verðum þess vegna að tryggja fjárhagslega burði fjölmiðla, allra fjölmiðla, til að sinna því mikilvæga hlutverki sem við ætlum þeim í þágu lýðræðis og lýðræðislegrar og upplýstrar umræðu,“ sagði Jódís. 

Ásakanir, áreitni og hótanir í garð fjölmiðlafólks alvarlegt mál

Benti þingmaðurinn á að ekki hefði farið fram hjá neinum sem fylgst hefði með í samfélaginu undanfarin misseri að frelsi fjölmiðla til að sinna hlutverki sínu hefði ítrekað verið dregið í efa, ekki bara af einkaaðilum heldur einnig dómstólum. „Nýleg umfjöllun Heimildarinnar leiddi í ljós að fyrirtækið Norðurál hafði dreift misvísandi upplýsingum og áróðri með skipulögðum hætti með það að markmiði að hafa áhrif á almenningsálitið. Ekki er annað hægt en að minnast á hið svonefnda Samherjamál, en framgangan gagnvart ákveðnu fjölmiðlafólki í tengslum við umfjallanir um það mál var vægast sagt skelfileg.“

Hún sagði að ásakanir, áreitni og hótanir í garð fjölmiðlafólks væru alvarlegt mál og mikilvægt væri að öryggi þeirra væri tryggt í hvívetna. „Um allan heim horfum við upp á mikla pólaríseringu í umræðunni og mikil skautun á sér stað í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum. Þetta veldur því að almenningur veigrar sér jafnvel við að ræða fréttir um stjórnmál. Grunnforsenda þess að koma í veg fyrir slíka þróun er að standa vörð um tjáningarfrelsið og tryggja fjölmiðlum og blaðamönnum öruggt starfsumhverfi þar sem þeim er gert kleift að rækja skyldur sínar án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti, áreiti eða lögsóknum. 

Við höfum orðið vitni að mjög alvarlegum atburðum í kjölfar starfa fjölmiðla og þá er nærtækt að nefna dæmi eins og þegar fjölmiðlum var varnað að sinna starfi sínu við brottflutning fólks á Keflavíkurflugvelli. Blaðamenn sem boðaðir voru í skýrslutöku vegna umfjöllunar um hina svokölluðu skrímsladeild Samherja telja margir að með því hafi verið gerð aðför að frjálsri fjölmiðlun í landinu,“ sagði hún. 

Tryggja verður fjölmiðlum það „öryggi og starfsumhverfi sem þeim ber“

Jódís spurði Lilju hver geta fjölmiðlanna væri til að verja fjölmiðlafólk sem fjallar um erfið mál fyrir áreiti og/eða hótunum sökum vinnu sinnar, sér í lagi þegar efnisdrög sneru að valdamiklum einstaklingum eða fyrirtækjum sem nota skoðanamyndandi aðferðir til að hafa áhrif á samfélagsumræðuna eins og nýleg dæmi sýndu. 

„Það er hlutverk okkar hér á hinu háa Alþingi að skapa það lagaumhverfi og þær leikreglur sem gilda eiga í samfélaginu,“ sagði hún og spurði í framhaldinu hvort  ráðherra væri kunnugt um áform sem lúta að því að efla öryggi blaðamanna með það að markmiði að vinna gegn áreitni eða hótunum sem þeir gætu orðið fyrir sökum vinnu sinnar.

„Á undanförnum árum hefur umræðan um falsfréttir og upplýsingaóreiðu aukist. Er ráðherra kunnugt um að slíkir miðlar hafi starfsemi hér á landi, hljóti styrki til jafns við aðra miðla og hvort ástæða sé að skerpa á úthlutunarreglum með tilliti til þessa?“ spurði hún enn fremur. 

Jódís vildi í lok síðari ræðu sinnar hvetja samfélagið til að „leyfa því aldrei að gerast að vegið sé að tjáningarfrelsinu; að við séum meðvituð um það að í heimi þar sem ógnir, stríð og náttúruvá sökum loftslagsbreytinga eru orðin partur af okkar daglega lífi, þá verðum við að tryggja fjölmiðlum það öryggi og starfsumhverfi sem þeim ber til að geta sinnt mikilvægum skyldum sínum.“

Stefna að því að umhverfi íslenskra fjölmiðla verði svipað og á Norðurlöndunum

Lilja sagði í fyrri ræðu sinni að það væri alveg ljóst að frjálsir fjölmiðlar væru forsenda opinnar lýðræðislegrar umræðu og veittu stjórnvöldum, atvinnulífi og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á fjölbreytni í flóru fjölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fjölmiðlum og svo segir í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar. Að því sögðu er ég auðvitað hugsi yfir þeirri stöðu íslenskra fjölmiðla hvað varðar fjölmiðlafrelsi, að við séum í 15. sæti á lista alþjóðlegra samtaka. Ísland á auðvitað að skipa sér á bekk með öðrum Norðurlöndum og vera þarna á lista með þeim ríkjum sem eru efst.“

„Já, að sjálfsögðu erum við meðvituð um falsfréttir en ég hef ekki fengið það inn á borð til mín að við séum að veita styrki til aðila sem iðka það að breiða út falsfréttir.“
Lilja Alfreðsdóttir
menningar- og viðskiptaráðherra

Varðandi það hvað verið væri að gera til að efla öryggi blaðamanna og hvort ráðherra væri meðvitaður um umræðu um falsfréttir þá sagði Lilja að þau í ráðuneytinu væru að vinna fjölmiðlastefnu sem yrði kynnt öllum hagaðilum og vildu þau vinna hana í góðri samvinnu við þá sem starfa við fjölmiðla á Íslandi. Það væri gríðarlega mikilvægt. 

„Við sjáum auðvitað hvað hefur verið að gerast, ekki bara hér á landi heldur annars staðar, vegna þeirrar tæknibyltingar sem við stöndum frammi fyrir. Í Svíþjóð er það svo að um 73 prósent af öllum auglýsingatekjum fara til erlendra aðila, annars vegar erum við að tala um streymisveitur og svo aðrar veitur. Við erum að bregðast við þessu eins og við getum og viljum auðvitað gera enn betur í þeim efnum og erum, eins og ég hef ítrekað sagt, að horfa til Norðurlandanna. Annars vegar mun fjölmiðlastefnan ná að einhverju leyti utan um það hvernig við hlúum betur að fjölmiðlafólki á Íslandi og markmiðið er auðvitað að við förum upp í þessu mati. Í öðru lagi fylgjumst við mjög vel með, til að mynda spurði háttvirtur þingmaður hvort við værum meðvituð um falsfréttir. Já, að sjálfsögðu erum við meðvituð um falsfréttir en ég hef ekki fengið það inn á borð til mín að við séum að veita styrki til aðila sem iðka það að breiða út falsfréttir,“ sagði hún. 

Ráðherrann nefndi að saga Íslendinga væri þannig að fjölmiðlamenn á 19. öld og 20. öld hefðu séð til þess að hér væri mjög öflug umræða um öll framfaramál landsins. „Það er ekki að ástæðulausu sem við tölum fjórða valdið vegna þess að það veitir, eins og ég sagði í upphafsorðum mínum, þetta nauðsynlega aðhald sem við þurfum. Eitt af því sem við tökum eftir, þegar við erum að vinna að fjölmiðlastefnunni, eru þessar stóru breytingar, streymisveiturnar og þessir risar. Við stefnum að því að umhverfi íslenskra fjölmiðla verði svipað og kollega okkar á Norðurlöndunum og það er mjög mikilvægt að það takist á þessu kjörtímabili að búa þannig um hnútana.“

Tekjumódel íslenskra fjölmiðla gengur hreinlega ekki upp

Margir þingmenn lögði orð í belg í umræðunum og bar helst á góma vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en skiptar skoðanir eru á milli þingmanna hvað það varðar. 

Lilja benti á í seinni ræðu sinni að allir sem tóku til máls væru sammála um mikilvægi þess að stuðla að því að umhverfi fjölmiðla styrktist. „Það er svo að við erum á rauðu ljósi hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Ef við förum yfir þá umræðu sem hefur átt sér stað hér ber fyrst að nefna að það er hreinlega vegið að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag og sú staða, þ.e. hvar við erum stödd í samanburði við fjölmiðla á Norðurlöndunum, er óásættanleg. Ég vonast til þess að fjölmiðlastefnan geti tekið á þessu að einhverju leyti.“

Hún benti jafnframt á að tekjumódel íslenskra fjölmiðla gengi hreinlega ekki upp. „Það er ekki áskorun sem aðeins við hér á landi erum að fást við heldur um heim allan. Okkur ber skylda til þess að stuðla að því að starfsumhverfi fjölmiðla hér á Íslandi verði sjálfbært.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
2
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
8
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
10
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár