Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar

Er­lend stór­fyr­ir­tæki eru helstu leik­end­ur þeg­ar kem­ur að hugs­an­legri virkj­un vinds á Ís­landi. Í því skyni hafa þau feng­ið til liðs við sig fjölda fyrr­ver­andi þing­manna. Þá liggja þræð­ir inn í ís­lenska stjórn­sýslu og allt inn í rík­is­stjórn Ís­lands þeg­ar kem­ur að vindorku­verk­efn­um sem gætu velt millj­örð­um króna.

Hátt í fjörutíu vindorkuvirkjanakostir eru til skoðunar á Íslandi, mjög mislangt á veg komnir. Tvö fyrirtæki bera hitann og þungann af þeim áformum sem uppi eru og bæði eru þau að uppistöðu til í eigu erlendra stórfyrirtækja, þó Íslendingar eigi í einhverjum tilvikum hlut í þeim eða stýri. Samanlagt koma umrædd tvö fyrirtæki, með eigendur í Frakklandi og Noregi, að yfir helmingi þeirra virkjanaáforma sem uppi eru.

En þó fyrirtækin umræddu sé í erlendri eigu þýðir það ekki að þau hafi ekki búið til tengingar inn í íslenska stjórnsýslu, stjórnmál og viðskiptalíf. Þvert á móti. Fyrirtækjunum tengjast þannig þingmenn, fyrrverandi og raunar einnig núverandi, með ýmsum hætti. Stórtækir leikendur í viðskiptalífinu á Íslandi koma sömuleiðis að verkefnunum, eða standa í það minnsta ekki nema armslengd frá þeim, jafnvel tæplega.

Virkjun vindorku á Íslandi er ný af nálinni, í það minnsta …

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (16)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÖBJ
    Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Bendi á grein mína "Eftirsókn eftir vindi" sem birtist í Heimildinni fyrir skömmu. Hægt er að lesa hana og einnig hlusta hér: https://ornbardur.com/2023/03/26/eftirsokn-eftir-vindi/
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Mætti kalla þá garpa samtímans? Fóstbræðrasögu 21. aldarinnar.
    -meira seinna...........
    0
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Það er magnað hvað margir leikendur sem fengu tugmilljarða afskrifaða í hruninu eru komnir inn í íslenskt atvinnulíf á ný, allt vegna þess að stjórnvöld vildu ekki elta peningana til skuldaskjólanna. Svo streymdi gjaldeyrir inn í landið þegar boðið var upp á 20% afslátt af íslensku krónunni. Jafnframt bauð Íbúðarlánasjóður upp á fjölda íbúða á hrakvirði. Til urðu í framhaldi af því leigufélög sem svo ryksuguðu upp flestar lausar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hækkuðu íbúðarleigu í hæstu hæðir, skipulögð glæpastarfsemi í skjóli stjórnvalda.
    9
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Getur verið að einhverjir, þeirra sem nefndir eru til sögunnar í þessari grein, séu siðblindir, og sumir þeirra jafnvel meira en góðu hófi gegnir?
    3
    • Siggi Rey skrifaði
      Akkúrat, siðblinda virðist vera veira sem smitast auðveldlega ef um er að ræða pening á kostnað lands og þjóðar!
      1
    • Jónsson Höskuldur skrifaði
      Flestir þeir sem rændu bankana ,keiptu íbúðarlána sjóð eins og hann leggur sig eða allar íbúðir sem sjóðurinn átti veð í og núna ætlast fjármalaráðherra að lífeyrissjóðir taki skellinn vegna þess að íbúðarlaNASJÓÐUR ER EIGNARLAUS.
      EN SAMT SEM ÁÐUR ER ÍBÚÐARLANA SJÓÐUR ALFARIÐ Í EIGU RÍKISSJÓÐS OG MEÐ RÍKISÁBYGÐ Á ÖLLUM SKULDUM SJÓÐSINS . EKKI NÓG MEÐ AÐ ÞEIR SIÐBLYNDU RÆNTU BANNKANA, HELDUR GERÐU ÞEIR NÁNAST RÍKISSJÓÐ GJALDÞROTA .
      SÍÐAN ÞEGAR UM HÆGÐIST KOMU SÖMU SIÐBLYNDINGARNIR MEÐ ALLA ÐENIGANA Í FORMI GJALDEIRIS OG SELDU SEÐLABANKA ALLANN GJALEYRIN OG FENGU Í STAÐIN ÍSLENSKAR KEÓNUR MEÐ 20% AFSLÆTTI .
      Og fóru strax að hasla sér völl á íslenskum markaði og eiga ásamt lífeyrissjóðum nánast allt andvinnilífið og flestar íbúðir í Reykjavík eins og það leggur sig.
      Eina sem seðlabankastjóri sagði, að hann vantaði gjaldeyri og væri skítsama hvaðan penigarnir kæmu .
      Nú áforma sömu siðblyndingarnir að reisa vindmillur um allt land leggja svo sæstreng til evrópu til að græða á sölu rafmagns .
      Þeir vinirnir siðblyndu keiptu íka bankana hrakverði af ríklinu, og ríkið er enn að að astoða siðblyndingana að kaupa banka á skæitaverði án aðkomum almennigs sem á það sem eftir er af bnankakerfinu .JÁ MIKIL AR ANDSKOTIN MEÐ ÞENNANN HER SIÐBLYNDINGA Í VINNU hEL----- FASISTAR ALLIR SEM EINN
      2
    • Sveinn Hansson skrifaði
      Já. Horfðu á þennan þátt, þá sérðu hvar þessir aumingjar fengu hugmyndirnar.https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/utras-iii/34079/a502nk
      0
  • S
    skalp skrifaði
    Greinargóðar upplýsingar og vonandi traustar og án áróðurs að mestu. Sannarlega fengur að slíku.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Það er ávallt sama aðferðafræðin sem byrjaði fyrir 40árum síðan með kvótakerfinu sem er hornsteinninn í auðlindar-RÁNUM framtíðarinnar, það tókst sérlega vel fyrir 8-fjölskyldur sem skipta með sér 80% af auðlindar-RENTUNNI.
    ríkisbankarnir voru HIRTIR næst og þrátt fyrir að þjóðarviljinn sé á móti sölu ríkisbanka eru þeir samt seldir í sölu-RÁNI (2022) eftir að þjóðin fékk þá í fangið 2008 = HRUN-ÞJÓFNAÐI. Allir firðir landsins eru að fyllast af sjókvíum fyrirtækja sem þurfa EKKI að borga auðlindar-gjöld og í miðjum framangreindum auðlindar-RÁNUM birtist okkur blautur draumur nýfrjálshyggju-óþverranns um að selja Landsvirkjun-flugvelli og hafnir landsins og það nýjasta vindorku-garðar sem vafalítið munu EKKI borga nein auðlindar-gjöld. Almenningur verður að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu gegn auðlindar-RÁNI og ARÐRÆNINGJUM og handbendi þeirra í þingheimi, það er á ykkar ábyrgð KJÓSENDUR.
    15
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Engin hugsjón þarna í gangi bara gróðafýkn. Mér finnst nú að það sé snöggtum skárra að þetta sé í höndum íslenskra auðjövra en eftir því sem ég best fæ séð eru stærstu aðilar vindmilluæfintýrsins erlendir aðilar. Höfum þetta íslenskt, jafnvel þó að vinir og ættingjar BB og fleiri stjórnmálamanna eignist aðeins meira fé. Eitthvað ratar nú í ríkiskassann ef þetta er alfarið Íslenskt, einhverjir skattar, ekki satt?
    -3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Frekar fyndið. Nú glittir í sömu andlit og svöruðu ekki eða hneykslaðist upp úr skónum þegar Magma heitið aka Alterra Power kannaði undirtektir i den tid. En þá höfðu þessir aðilar ekki persónulega hagsmuni og vildu "vernda" íslenska náttúru og þjóðarhagsmuni.
    3
  • Jóhannes Guðmundsson skrifaði
    Hættuástand!
    6
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Mafian á hraðri uppleið, viðbjóðurinn stoppar aldrei á þessu auma skeri..
    8
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Allt bófasafnið úr hruninu
    7
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Ekki nema brot og hrunið bara yfirborðsrannsakað
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár