„Ég hef aldrei gert neitt annað frá því ég man eftir mér. Maður var bara svona krakki sem var góður í að teikna sem gerir mann reyndar ekkert endilega að betri myndlistarmanni. En þetta hefur alltaf verið það sem ég geri.“
Þetta segir Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður í samtali við Heimildina þegar hann býður blaðamanni í heimsókn í sveitarróna í Müncheberg, sem er í klukkutíma fjarlægð frá höfuðborg Þýskalands, til að ræða listina og lífið eftir tæp 25 ár í Berlín.
Hann segist alltaf hafa ætlað að verða myndlistarmaður, eða frá því hann var 3 ára gamall en hann er alinn upp í Norðurmýrinni.
„Elstu minningarnar mínar eru frá því að vera með liti á gólfinu heima hjá mér. Þegar ég var á leikskóla þá var það eina sem ég gat gert að byggja legóhús, sem voru sett upp á hillu og þá fékk ég lof fyrir það. Að öðru leyti …
Athugasemdir