Ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna og stýrihópa sem Guðlaugur Þór Þórðarson hefur skipað sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eru hvítir karlar á miðjum aldri. Tíu af körlunum ellefu hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn eða Samtök atvinnulífsins. Það sama gildir um eina konu í hópnum, en þær eru alls þrjár. Ein þeirra er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu. Tvær hafa hvorki tengsl við Sjálfstæðisflokkinn né Samtök atvinnulífsins.
„Það er mjög alvarlegt þegar það er orðið mikilvægara að vera í Samtökum atvinnulífsins eða Sjálfstæðisflokknum heldur en að hafa vit á umhverfismálum til þess að geta verið formaður starfshóps á sviði umhverfisverndar,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Heimildina.
Auður segir Guðlaug Þór ítrekað hafa hundsað umhverfisverndarsamtök við skipun starfshópa í ráðherratíð sinni sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þannig hafi hann brotið gegn ákvæði Árósarsamningsins frá 1998 …
Af þessum þrem hópum sem minnst er á þ.e. hinir XD/SA tengdu, Umhverfisverndarfólkið og Miðaldra hvítir karlmenn hefði ég líklega fyrirfram minnst tortryggt þann síðastnefnda.