Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Saga byggðar utan alfaraleiða – saga lands og þjóðar

Fá­skrúðs­fjarð­ar­saga I-III. Þætt­ir úr sögu byggð­ar til árs­ins 2003.

Saga byggðar utan alfaraleiða – saga lands og þjóðar
Bók

Fá­skrúðs­fjarð­ar­saga I-III

Þættir úr sögu byggðar til ársins 2003
Höfundur Smári Geirsson
Bókaútgáfan Hólar
Gefðu umsögn

Á bókarkápu aftanverðri segir sem svo (nokkuð stytt): „Fáskrúðsfjörður er nyrstur sunnanverðra Austfjarða, sautján kílómetrar að lengd og tignarlegum fjöllum girtur. Mannlífið við fjörðinn á sér merka sögu (...). Nú hefur saga byggðarinnar verið færð í letur og áhugamenn um byggðasögu ættu ekki að láta hjá líða að kynna sér þá umfjöllun, enda er hún mikilvægur þáttur í sögu Austurlands og landsins alls.

(...) [Í Fáskrúðsfjarðarsögu] er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Í verkinu öllu er öll áhersla lögð á að styðjast við prentaðar og skjallegar heimildir en eins er byggt á endurminningaskrifum, dagbókum og viðtölum við fjölmarga einstaklinga.“

Það er ekki ofsagt að Fáskrúðsfjarðarsaga Smára Geirssonar er mikið verk og vandað. Eins og fram kemur í textanum á bókarkápu er fátt látið ósagt um sögu mannlífs í þessum fyrrum tveimur hreppum, Búða- og Stöðvarhreppum, en þeir sameinuðust árið 2003 og þótti því eðlilegt að hafa þar sögulokin, enda trúlega erfitt um vik að tengja með eðlilegum hætti nútíð sagnaritara sjálfs þar sem hann væri bókstaflega í heimildahrúgunni miðri og hætt við að yfirsýn yrði ekki fullnægjandi. Þetta má því teljast skynsamleg afmörkun efnisins.

Sagan hefst með landnámi og fer eðlilega minnst fyrir þeim hluta sögunnar, enda heimildir af skornari skammti en síðar verður. Þó fáum við að vita, þökk sé Landnámu, að Naddoddur víkingur hrekst af leið til Færeyja og kemur að landi í grennd við Fáskrúðsfjörð. Hann gefur landinu nafnið Snæland áður en hann og föruneyti hans fer þaðan aftur. Nokkru síðar koma þeir Krumr og Vémundr og nema land um það bil þar sem síðar urðu Búða- og Stöðvarhreppar. Að öðru leyti er staðháttum og landslagi lauslega lýst, en hér hefði hugsanlega einnig mátt gera grein fyrir jarðfræði Austfjarða, en hún er um margt merkileg og fróðleg.

HöfundurSmári Geirsson skrifaði Fáskrúðsfjarðarsögu.

Það hefði einnig verið athyglisvert í ljósi rannsóknaraðferða í þjóðfræði og mannfræði að sjá ítarlegar fjallað um eðli náttúrugæða svæðisins og hvernig þau hafa hugsanlega mótað mannlíf og verklag í vinnu manna við lífsafkomuna. En um leið og það er sagt verður einnig að taka tillit til þess að verkið er meira en 1700 blaðsíður að stærð og það gildir um þetta eins og annað í svona útgáfu að einhvers staðar verður að draga skynsamleg mörk.

Það hlýtur að vera bagalegt fyrir höfund Fáskrúðsfjarðarsögu að sjá að í fornum heimildum er að mestu þögn um Fáskrúðsfjörð og síðan að lesa í sóknarlýsingu séra Ólafs Indriðasonar frá 1841 að „[þ]essi þögn sýnist vitni þess að hvörki hafi orðið þeir atburðir eða lifað þeir menn er merkir hafi metist eða orðið þjóðkunnir.“ Þetta má sumpart skýra með því að Fáskrúðsfjörður hefur aldrei legið í þjóðbraut, þangað komu ekki aðrir en þeir sem áttu erindi og má að sumu leyti segja að það gildi enn um Fáskrúðsfjörð. En augljóslega hefur þessi þögn fornra heimilda um Fáskrúðsfjörð orðið til að ögra höfundi og hugsa „ég skal víst“ og blásið honum móði í brjóst.

Það má nefnilega finna ýmislegt bitastætt úr fylgsnum sögunnar ef vel er leitað og það hefur Smári Geirsson gert. Til Fáskrúðsfjarðar rata á sínum tíma Tyrkir, í illum tilgangi sem kunnugt er, Fáskrúðsfjörður verður síðar miðstöð fyrir Fransmenn sem leita á Íslandsmið eins og einnig Færeyingar og Norðmenn. Þegar þéttbýlismyndun hefst á Íslandi hefst auðvitað einnig þéttbýlismyndun á Búðum og Fáskrúðsfjörður verður vettvangur íbúafjölgunar og framfara eins og víðar má sjá í sambærilegum sögum hinna smærri byggða í landinu öllu. Þannig verður Fáskrúðsfjarðarsaga líka eins konar Íslandssögulýsing – það er sama saga sem gerist alls staðar, ýmist ívið hægar eða hraðar, en líkindin eru það mikil að Fáskrúðrfjarðarsaga á skilið lesendahóp langt utan hinna fornu Búða- og Stöðvarhreppa. Dæmi um atriði sem tengir sögur byggða á Íslandi má til dæmis sjá í starfi Guðmundar Hannessonar, fyrrum landlæknis, sem skoðar skipulag byggða í upphafi 20. aldar og segir m.a. árið 1916 „að á Búðum í Fáskrúðsfirði hafi götur og byggingarreitir fremur verið gerðir af handahófi en fullri forsjá.“ En Guðmundur Hannesson kom eins og flestir væntanlega vita að skipulagi byggða víða um land og er ekki eina dæmið um embættismann í nýsjálfstæðu landi sem varð einn að bera ábyrgð á verkefnum síns sérsviðs. Þannig dreifðust hugmyndir um landið allt, en það voru hugmyndir þess eina manns sem við þær fékkst á þeim tíma.

Af framansögðu má skilja að fiskveiðar og sjómennska hafa vissulega skipað mikilvægan sess í lífi Fáskrúðsfirðinga ásamt auðvitað landbúnaði og hvorutveggja eru gerð ágæt skil í Fáskrúðsfjarðarsögu. Og enn má ítreka, að saga hins sértæka verður saga hins almenna; hér er stofnað kaupfélag eins og annars staðar á landinu, verslun og iðnaði vex fiskur um hrygg, verkalýðshreyfing eflist sem og fræðslustarfsemi og menningarlíf. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hér gefst ekki tóm til að gera réttlát skil alls sem er að finna í efnisríkri og afar fróðlegri Fáskrúðsfjarðarsögu. En það er við hæfi að spyrja áður en sagt er skilið við hið metnaðarfulla og vandaða verk „hvað svo“? Nú liggur saga Fáskrúðsfjarðar fyrir. Eiga nú hin þrjú þykku bindi að safna ryki í hillum lesenda og svo ekki söguna meir? Eða búa þau kannski yfir óþrjótandi efni til að vinna frekar með söguna? Getur verk Smára Geirssonar og Bókaútgáfunnar Hóla hvatt til frekari dáða þannig að þeim sem málið er skylt geti unnið úr efniviðnum sýningar, frásagnir handa sagnamönnum, kvikmyndir og leiknar sögur handa gestum og gangandi – og vitaskuld heimamönnum líka? Getur Fáskrúðsfjarðarsaga orðið afl í þróun áframhaldandi blómlegrar byggðar á Búðum?

Það væri vel ef svo yrði og góðum tilgangi þá náð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár