Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kærkomið ljós í skammdeginu

Ferða­lög eru eitt að­aláhuga­mál Hönnu Ingi­bjarg­ar Arn­ars­dótt­ur en hún fer gjarn­an á áfanga­staði sem eru ekki í al­fara­leið. Nú síð­ast varði hún jól­un­um á Seychell­es-eyj­um í Ind­lands­hafi ásamt dótt­ur sinni.

Kærkomið ljós í skammdeginu

Ferðamanían hefur fylgt Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur alla tíð, en undanfarin ár hefur hún verið dugleg að nýta tækifærin sem gefast um jól og páska til að ferðast. Þannig losnar hún líka undan umstanginu sem fylgir stórhátíðum. Þess á milli skreppur hún í styttri helgarferðir á veturna og notar auðvitað sumrin til að ferðast. 

Vítamínsprauta á veturna

Á veturna eru ferðir til heitra landa algjör vítamínsprauta, segir hún, sérstaklega í skammdeginu. „Oft er hægt að fá gott verð á áfangastöðum sem eru aðeins úr alfaraleið. Ég ráðlegg fólki sem ætlar á vit ævintýranna með því að fara til Asíu eða Afríku að kanna loftslagsaðstæður vel og hvaða árstími henti best til ferðalaga. Lönd sem eru nálægt miðbaug eru með svipað hitastig allt árið um kring, en þar eru oft rigningartímabil og fellibylir sem þarf að hafa í huga. Á jaðartímum eru hótel og bílaleigur oft aðeins ódýrari …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár