Ferðamanían hefur fylgt Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur alla tíð, en undanfarin ár hefur hún verið dugleg að nýta tækifærin sem gefast um jól og páska til að ferðast. Þannig losnar hún líka undan umstanginu sem fylgir stórhátíðum. Þess á milli skreppur hún í styttri helgarferðir á veturna og notar auðvitað sumrin til að ferðast.
Vítamínsprauta á veturna
Á veturna eru ferðir til heitra landa algjör vítamínsprauta, segir hún, sérstaklega í skammdeginu. „Oft er hægt að fá gott verð á áfangastöðum sem eru aðeins úr alfaraleið. Ég ráðlegg fólki sem ætlar á vit ævintýranna með því að fara til Asíu eða Afríku að kanna loftslagsaðstæður vel og hvaða árstími henti best til ferðalaga. Lönd sem eru nálægt miðbaug eru með svipað hitastig allt árið um kring, en þar eru oft rigningartímabil og fellibylir sem þarf að hafa í huga. Á jaðartímum eru hótel og bílaleigur oft aðeins ódýrari …
Athugasemdir